Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Krakatit boðar hann þá lausn út úr ógöngunum að hverfa til fyrri hátta. Það er nær þarflaust að taka það fram, að Capek hafnaði með öllu lausn þeirri, sem stéttabaráttan bauð upp á. Af leikritinu Ur lífi skordýra (1922), sem hann samdi ásamt bróð- ur sínum, er ljóst, að samkvæmt skiln- ingi Capeks var samfélag, af hvaða tagi sem var, aðeins stærðfræðilegt hugtak. Skoðun Capeks, að bylting sé fánýt, að mannlegum mætti sé ofvax- ið að breyta heiminum til hins betra er auðlesin út úr leikritinu Skaparinn Adam (1927). En Capek vildi leysa vandamálin á jákvæðan hátt, og í lokakafla Almætt- isverksmiðjunnar komst hann svo að orði: „Heimurinn verður slæmur, meðan fólk vantreystir hvert öðru.“ Þessi trú hans á mannfólkið var sam- ofin trúnni á áþreifanlegum verðmæt- um daglegs lífs og vantrú hans á stór- virkjum. I Krakatit segir málpípa Capeks, gamall maður, sem hittir söguhetjuna, verkfræðinginn Prokop, svo: „Þú ætlaðir að vinna stórvirki, en í staðinn muntu vinna að lítilvæg- um viðfangsefnum. Það er langbezt þannig.“ Rithöfundurinn Capek og stjórn- málamaðurinn Masaryk höfðu hitzt. Frægð Capeks fór ört vaxandi á þriðja tug aldarinnar, og er á hann leið varð hún að heimsfrægð. Skáld- sögur hans voru þýddar á ótal mál, leikritið RUR var leikið samtímis í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Á skömmum tíma fór hagur hans hrað- batnandi og Capek, sem árið 1911 gat með erfiðismunum aurað saman fyrir nokkurra mánaða Parísardvöl, fór nú í hverja förina annarri lengri. Heim sendi Capek ferðapistla, sem birtir voru jafnharðan. Seinna voru þeir gefnir út í bókarformi. Fyrst í þess- um ferðabókaflokki voru Bréf frá Bretlandi (1924), en nokkru síðar Myndir frá Hollandi, en auk þess skrifaði Capek um Spán og Ítalíu, en lestina rak Norðurförin (1936). Um hríð tók Capek sér hvíld frá skáldsagnaritun og sneri sér meir að aðalatvinnu sinni, blaðamennskunni. Á þessum árum skrifaði hann fjöld- ann allan af greinum; meðal annars má nefna, að hann skapaði nýtt form blaðagreina, sem kallað hefur verið „dálkurinn“. í „dálknum“ ritaði Ca- pek um allt milli himins og jarðar: dagblöð, garðyrkju, bókmenntir, kvikmyndir, úthverfi Prögu og margt fleira. í þessum greinum, ritgerðum og dálkum beindi Capek athygli lesend- anna að daglegu lífi og hversdagsleg- um hlutum, og tókst ævinlega að vekja áhuga manna á því, sem hann ræddi. Á þessum árum fæddust einnig Sögur úr öðrum vasanum og Sögur úr hinum vasanum (1929), ógleym- anlegar þeim, er lesið hafa, sökum frásagnarsnilli höfundar og athyglis- verðs og skemmtilegs efnisvals. Sög- 400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.