Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 69
KAREL CAPEK
ar um yfirvofandi hættu. í Sala-
möndrustríðinu lýsir Capek því,
hversu gamall sjóari finnur sala-
möndrur austur í Indíahafi, sem eru
furðulíkar mönnum. Fyrst í stað vek-
ur uppgötvunin enga athygli, en svo
komast auðjöfrar heimsins að því, að
salamöndrunum má kenna ýmis verk
og láta þær vinna eins og menn. Að
lokum fer svo, að salamöndrurnar
sameinast, eignast foringja og eigið
hugmyndakerfi og segja mannkyninu
stríð á hendur og útrýma því. Til
þessa alls njóta þær beinnar og ó-
beinnar hjálpar auðhringa, sem sjá
sér leik á borði að græða of fjár.
Allt frá unglingsárum hafði Capek
verið ákveðinn friðarsinni og lítiltrú-
aður á skipulögð samtök. En í Sala-
möndrustríðinu skoraði hann á allar
þjóðir heims að bindast varnarsam-
tökum og bætir við: „Mannkyn vertu
viðbúið að verja tilveru þína með
vopn í hönd! “
Capek var sakaður um svartsýni,
vegna þess að hann lét Salamöndru-
stríðið enda á harmsögulegan hátt. En
höfuðstyrkur bókarinnar sem viðvör-
unar er einmitt fólginn í glórulausri
svartsýni hennar.
Salamöndrustríðið var fyrsta verk
Capeks, sem beint var gegn fasisman-
um, en ekki hið síðasta, því að nú lét
skáldið skammt stórra högga á milli.
Árið 1937 var leikritið Hvíta veikin
fullgert. Þar sýnir Capek fram á
magnleysi einstaklingsins gagnvart
fasískum múgi. Seinna sama ár gaf
hann út skáldsöguna Fyrsti vinnu-
flokkurinn, sem er á ytra borði saga
um mannlega samheldni. En Capek lá
allt annað á hjarta. Ætlun hans var
að hvetja allar stétir til að verja lýð-
veldið af trú og dyggð þrátt fyrir
fornar væringar.
Um fórn, sem móðir varð að færa,
til að hún gæti varið það, sem henni
var helgast, skrifaði Capek síðasta
leikrit sitt. Það var Móðirin. Hann
lauk ekki fleiri verkum. Miinchen-
samningarnir fengu mjög á hann.
Hann hafði löngum verið lítt heill, en
nú fór heilsu hans ört hrakandi. Síð-
ustu kröftum sínum eyddi þessi iðju-
sami maður til að skrifa um líf og
starf tónskáldsins Foltýns, en við þá
sögu lauk hann aldrei. Karel Capek
andaðist á jóladag árið 1938. Vorið
1939 hemámu Þjóðverjar Bæheim og
Mæri.
Karel Capek hefur verið talinn
beztur tékkneskra rithöfunda, það
sem af er þessari öld, og kom til
greina að hann fengi bókmenntaverð-
laun Nobels á árunum 1936—1938.
Rit hans eru mörg og svo margræð,
að oft sá Capek sitt óvænna og ritaði
við þau skýringar, sem stundum
reyndust þó áhrifalitlar. Engu að síð-
ur eru þær þó athyglisverðar, því að
af þeim má sjá, að stundum lögðu
samtíðarmennirnir hlutlægari skiln-
ing í verkin en höfundur sjálfur.
Hér að framan hefur mér ekki gef-
403