Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 73
SAMTAL UM KÚBU
á að gera í Alsír). Það er meira að segja til
fámenn aðalsstétt á Kúbu. Hún á ætt sína
að rekja til spánskra landnema og á tals-
verðar jarðeignir. Bandaríkjamenn ætla
smám saman að selja henni í hendur stóran
hluta hins ræktaða lands. Eins og er eiga
þessir niðjar landnemanna aðeins tæpan
þriðja hluta allra jarða á Kúbu, en Banda-
ríkjamenn hins vegar rúma tvo þriðju hluta.
Þetta hlutfall á eftir að snúast við, þannig
að 70% allra jarða á Kúbu verði að lokum
eign innlendra stóreignamanna.
Þessi breyting er engum erfiðleikum
bundin. Land, sem einskorðar landbúnað
sinn við ræktun einnar tegundar, er þvert á
móti tilvaliÖ markaðssvæði fyrir fjármagn
og framleiðslu, sem ekki er þörf fyrir í
heimalandinu. Þessi einhæfði landbúnaður
dregur þann ljóta dilk á eftir sér, að allt
annað er vanrækt. Fyrir ágóðann af sykur-
ræktinni geta landeigendur á Kúbu ekki
keypt annað en bandarískar vörur. Einu
gildir hvort Bandaríkjamenn fara sjálfir
með völd á eynni eða leppstjóm, skipuð
innlendum aðalsmönnum, úr því að tekj-
umar em hvort eð er yfirfærðar í dollara.
Vélar og bílar eru keyptir frá Bandaríkjun-
um og menn hafa þar reikninga í bönkum.
Þetta er gamalreynda aðferðin, sú sama,
sem Frakkar beittu í Alsír. En ástandið á
Kúbu var í vissum skilningi miklu verra en
nokkurn tímann í Alsír. Við höfum aldrei
einskorðað landbúnaðinn svo að leggja nið-
ur alla komrækt og þurfa svo að senda Al-
sírbúum kornvöru. En frá Bandaríkjunum
þurfti að flytja til Kúbu bæði hrísgrjón og
tómata, sem eru undirstöðufæða Kúbu-
manna. Þeir juku með öðrum orðum eftir-
spum eftir bandarískum landbúnaðarvör-
um, enda þótt land þeirra sjálfra sé svo frjó-
samt, að það sé hægur vandi að rækta þar
kom til eigin þarfa.
Hvar finnum við lýðræði í þessu skipu-
lagi? Hvergi. Það hefur aldrei verið til af
þeirri einföldu ástæðu, að hagsmunir stór-
eignamanna og yfirmanna hersins, sem vald-
ir eru úr hópi þeirra fyrrnefndu, em and-
stæðir hagsmunum alþýðu. Það var ekki
tilviljunin ein, sem réð því, að Batista
komst til valda. Hann var óvenjulega mikill
harðstjóri, en það voru líka margir fleiri á
undan honum.
í sögu Kúbu skiptast á harðstjórnartíma-
bil og spillingartímabil. Þegar allt var með
kyrrum kjörum og ekki vaxandi fátækt með-
al alþýðu í landinu, var harðstjóm ekki
nauðsynleg. Það var nóg að hafa herinn til
að halda uppi lögum og reglu. Landstjór-
arnir vom gjörsamlega valdalausir, enda
urðu þeir þess brátt áskynja, að þeir voru
aðeins háttlaunaðir en atkvæðalitlir óþarfa-
menn. Þetta hefur verið hlutskipti allra
leiðtoga lýðræðissinnaðra flokka, sem hafa
komizt til valda eftir að hafa steypt harð-
stjóra úr stóli. Þar sem þeim var ekki leyft
að gera þá byltingu, sem nauðsynleg var til
að breyta þjóðskipulaginu (með því t. d. að
taka upp fjölbreyttari ræktun, gera Kúbu
efnahagslega óháða Bandaríkjunum o. s.
frv.), þá áttu þeir ekki annars úrkosti en að
selja sig Bandaríkjamönnum eða þá Kúbu-
mönnum, sem ráku erindi þeirra. Spilling
sigldi þannig í kjölfar harðstjómar.
Einræðisstjóm Batista hafði ákveðnu
hlutverki að gegna. Bandaríkjamenn, sem
vom húsbændurnir, hafa alltaf verið ein-
ráðir um það hversu mikið magn af sykri
var keypt hverju sinni. Eftir heimsstyrjöld-
ina síðari græddu stórbændur á Kúbu á tá
og fingri. Sykurræktin jókst svo, að fram-
leiðslan náði sjö milljónum tonna á ári.
En svo einn góðan veðurdag segja Banda-
ríkjamenn: „Við getum ekki keypt þetta allt
saman af ykkur. Við höfum ekki þörf fyrir
meira en fjórar milljónir tonna.“
Það þurfti því skyndilega að minnka
framleiðsluna og það er vandalaust fyrir
framleiðendur. Sykurreyr er ekki vél. Hann
407