Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 74
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vex fyrirhafnarlaust. Ef of mikið er af hon-
um, þá er nóg að láta vera að sá í hluta af
ekrunum og það getur naumast talizt tíma-
frekt verk. Þetta kemur verst niður á hin-
um óbreyttu vinnumönnum, af því að ef
uppskeran er sjö milljónir tonna eitt árið, en
ekki nema fjórar milljónir það næsta, þá
þýðir það, að þrír af hverjum sjö vinnu-
mönnum verða algjörlega atvinnulausir.
Til þess að fá alþýðu manna til að sætta
sig við þessi kjör, þurfti auðmannastéttin
að koma harðstjóra til valda. Hlutverk Bat-
ista, eftir að hann hafði aftur fengið stjórn-
artaumana í sínar hendur, var að fá þjóð-
ina til að kingja nokkurs konar hrossalyfi,
þ. e. a. s. að minnka sykurrækt landsmanna
um tæpan helming. Batista var ekki harður,
vegna þess að lund hans hefði harðnað,
heldur vegna hins, að ástandið krafðist rót-
tækra meðala. Menn þurfa að vera harðir til
að gera stóran hluta þjóðarinnar atvinnu-
lausan, en skerða samt sem áður ekki eignir
hinna ríku.
Þessir þrælslegu hlekkir hrukku í sundur
eins og við var að búast, ekki vegna þess að
Batista, sem var rakið varmenni, komst til
valda af tilviljun, heldur vegna hins að það
var vilji Bandaríkjamanna að varðveita
þetta skipulag með aðstoð harðsnúinnar
valdastéttar og hers, sem var ekki til annars
en að berjast fyrir hagsmunum þeirrar stétt-
ar.
Það var þetta, sem olli byltingunni.
Það var ekki nóg, að Kúbumenn seldu mun
minna magn af sykri, heldur hafði íbúatal-
an líka þrefaldazt á síðustu fimmtíu árum.
Og fólksfjölgunin átti ekki frekar hér en í
Alsír rót sína að rekja til aukins heilbrigð-
iseftirlits. Orsök fólksfjölgunarinnar er hins
vegar eymdin. Það er ógjömingur að fækka
bameignum vegna takmarkaðs heilbrigðis-
eftirlits.
Hver er þá munurinn á þessu og nýlendu-
stefnunni? Aðeins sá, að ofan á hana bæt-
ist hræsni Bandaríkjamanna og skinhelgi.
Kúba var nýlenda, en hún hafði fengið full-
veldi. Kúba var sjálfstætt ríki að nafninu
til. Kúba hafði her, sem átti að vera tákn
sjálfstæðis hennar. Meinið var, að þessi her
var í reyndinni aðeins verkfæri til að kúga
Kúbumenn og hneppa í ánauð. Má ég held-
ur biðja um ómengaða nýlendustefnu, það
er þó alltaf gengið hreint til verks. Árang-
urinn er sá sami, en hann sést fyrir opnum
tjöldum. Kúbumenn hafa lengi verið
blekktir. Þeir saka sjálfa sig um eigin
hörmungar.
„Bandaríkjamenn hafa líka veríð blekkt-
ir. Almenningur gerir sér ekki grein fyrír
því, að Bandaríkin eiga nýlendur.“
— Castró hefur þvi miður orðið að
sæta heimskulegum áróðri af hálfu Banda-
ríkjamanna, sem hafa aldrei skilið hann. í
einræðistíð Batista leið t. d. ekki sá dagur,
að menn væru ekki pyndaðir eða myrtir í
fangelsunum í La Havana eða Santiago.
Aldrei minntust bandarísk blöð, sjónvarp
né útvarp á þessar pyndingar fyrr en undir
lokin þegar augljóst var orðið, að Batista
hafði tapað leiknum.
En eftir sigur Castrós kvað við annan tón.
Þremur eða fjórum mánuðum síðar var
höfðað mál gegn pyndingarmönnum, flug-
mönnum, sem höfðu varpað sprengjum á ó-
varðar borgir, og morðingjum. Nokkrir
menn voru dæmdir til dauða eins og hjá
okkur 1945. Þá sýndu allar sjónvarpsstöðv-
ar í Bandaríkjunum hryllilegar myndir.
Það var auðvitað vandað til valsins. Ein
var t. d. af stórum óttaslegnum svertingja,
sem var yfirheyrður og skotinn á eftir. Af-
tökur eru ekki ýkja fögur sjón. Þannig var
Castró kynntur í Bandaríkjunum. Seinna
meir birtist svo þessi lýðræðissinni, sem fór
burt í fússi. Hann var fyrrverandi samherji
Castrós. Hann leitaði hælis í Bandaríkjun-
um, þrumaði gegn Castró í sjónvarpi og
bölvaði „harðstjóm“ hans. Þessir blessaðir
408