Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 77
SAMTAL UM KÚBU menn eru handteknir, síðan er ákveðinn hópur þeirra látinn laus. Þetta eru bara látalæti af því þeir vita ósköp vel hverjir vörpuðu plastsprengjunum. Þeir hefðu ekki þurft að gera annað en að handtaka um það bil tuttugu manns og segja: „Þið verðið að hætta þessu.“ Það er ekki þar með sagt að Bandaríkja- stjórn gæfi beinlínis fé til flóttamanna frá Kúbu og hernum skipun um að veita þeim lið. Þessir tilræðismenn hefðu aldrei varp- að plastsprengjum, nema vegna þess að þeir vissu, að bandarísk stjórnarvöld mundu láta þá afskiptalausa. í seinna skiptið, sem ég var á Kúbu, í október 1960, var mikill vígbúnaður þar. Þau boð höfðu borizt frá velviljuðum suður- amerískum sendiráðsmönnum í Guatemala, að um það bil fimmtán herskip, sem höfðu ekki uppi neinn þjóðfána, hefðu sett á land menn, sem töluðu flestir spönsku. Lengra inn í landi voru herbúðir, þar sem stór hóp- ur manna var á heræfingum. Raul Roa kærði þennan vígbúnað þegar í stað fyrir Sameinuðu þjóðunum og daginn eftir voru skipin horfin. En tala þeirra manna, sem verið var að þjálfa í herbúðum í Guatemala var talsvert há. (Menn gátu reiknað hana nokkum veginn út frá þeim matarbirgðum, sem þeir keyptu.) Nú er tal- að um 5000 manna innrásarher. Hverjir eru þessir hermenn? Fólkið, sem flýði frá Kúbu, var aðallega úr millistéttunum eða hinum efnaðri borg- arastéttum. Það voru læknar, lögfræðingar o. s. frv. Þegar ég var þama síðast, þá kvört- uðu Kúbumenn sáran undan flótta sinna æðstu og mikilhæfustu embættismanna. Voru það þessir menn, sem stigu á land með hraðskotabyssur á milli handanna? Það er ekki fyrr en undir fimmtugt, sem læknar og aðrir embættismenn komast almennt til verulegra metorða. Á þeim aldri eru flestir orðnir óvígfærir, þess vegna getum við geng- ið að því sem vísu, að það hafa ekki verið þeir, sem gerðu innrásina. En hverjir vom þá þessir ungu menn, sem stigu á land? Hvaðan komu þeir? Hver gerði þá landflótta? Hvenær veittu Banda- ríkjamenn þeim landvistarleyfi? Það hefur aldrei verið á þá minnzt. Til þess að vinna smá skemmdarverk og varpa sprengjum úr litlum vélum, þarf ekki fjölmennt lið. En hvar grófu þeir upp 5000 unga og vígfæra menn? Stundum fréttum við af fyrrverandi vopnabræðrum Castrós, sem leita hælis í New York og halda ræður gegn honum. En hitt fylgir aldrei með í sögunni, að fjöl- mennir hópar manna hafi verið þeim sam- ferða. Þeir koma venjulega einir síns liðs í flugvél. Svo að hinir andkastrósinnuðu meðlimir herleiðangursins geta ekki allir hafa verið Kúbumenn, sem yfirgáfu eyna eftir bylting- una. Þeir geta hins vegar verið málaliðar og sagzt vera Kúbumenn, hvers vegna ekki? Það er töluð spænska í svo mörgum löndum í Suður-Ameríku að það er hægt að drífa upp málalið hvar sem vera skal. En við skulum fara svolítið lengra. Ger- um ráð fyrir því, að þessir 5000 menn hafi stigið á land á Kúbu, en er það nóg. Það eru sex milljónir manna á Kúbu og meiri- hluti þeirra fylgir Castró, af því að þeir vita á hverju þeir eiga von, ef innrásarher- inn sigrar. Hvað þarf marga hermenn til þess að koma þessari velvopnuðu þjóð á kné? Að minnsta kosti 100.000 til 200.000, ef til vill fleiri. Okkur hefur ekki tekizt það með 500.000 manna liði í Alsír. Okkur er sagt, að innrásarmenn hafi vænzt liðveizlu af hálfu landsmanna. Hverra mér er spurn? Vinnufólks í sveitum? Verkamanna? Getur nokkrum heilvita manni dottið það í hug? Þegar Castró hóf baráttu sína, þá veittist honum erfitt að vinna fylgi vinnumanna í sveitum, en hon- um tókst það samt, þegar þessum mönnum 411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.