Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
varð loks Ijóst, að Castró vildi bæta lífskjör
þeirra og gera byltinguna með stuðningi
þeirra. Nú vita þeir hversu mjög hlutur
þeirra hefur verið réttur með þeim umbót-
um, sem gerðar voru í landbúnaðinum eftir
að Batista hvarf af landi brott, og þeir eru
öflugustu stuðningsmenn ríkisstjórnarinn-
ar. Ef menn kæmu nú af fjalli og segðu við
þá: „Við ætlum að drepa Castró, viljið þið
gjöra svo vel að gefa okkur matarbita,“ þá
væru ekki miklar líkur til þess, að þeir
fengju sérlega hlýjar móttökur. Þess vegna
hugsa ég, að ekki aðeins vopnum heldur
líka matarbirgðum sé varpað úr flugvélum
til þeirra gagnbyltingarmanna, sem fara nú
huldu höfði uppi á fjöllum. Ég minnist ekki
á mennina, sem lenda þar í fallhlífum.
„HvaS sem því líður, þá bera Bandaríkja-
menn algjöra ábyrgð á þeim atburðum, sem
nú haja gerzt. Án þeirra hefði hvorki verið
hœgt að gera innrásina né leiða hana til
lykta.“
— Það er ekki þar með sagt, að Kennedy
sjálfur beri ábyrgð á þessu öllu saman. Ég
veit ekkert um það. En ég hef aftur á móti
ekki mikið traust á stjórn hans. Munurinn
á henni og þeirri fyrri virðist mér einkum
liggja í ólíku orðavali. Hún sýnir Rússum
meiri kusteisi og lætur á sér skilja, að hún
gæti tekið aðra afstöðu til Kína, en hún
gætir þess vel að taka það jafnframt fram,
að Kínverjar eigi að sleppa tilkalli til For-
mósu, svo framarlega sem þeir vilji fá við-
urkenningu. Það er fáránlegt. Mér er ó-
mögulegt að líta á forseta Bandaríkjanna,
sem ekki fer leynt með samúð sína með
andstæðingum Castrós, sem lýðræðissinna.
Mér er ómögulegt að treysta slíkum manni.
„Haldið þér, að bein íhlutun Bandarikj-
anna sé hugsanleg, þrátt fyrir viðvaranir
Sovétríkjanna?"
— Þessar viðvaranir eru þeim að vísu
þrándur í götu, en það er samt sem áður
hætt við því, að Bandaríkjamenn bjóði So-
vétríkjunum byrginn, þar sem þeir þykjast
þess fullvissir, að þau hafist ekkert að af
ótta við það, að mótleikur þeirra hefði of
alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta
er skák, sem hefur líka stundum verið tefld
fyrir austan. „Bandaríkjamenn geta sagt
sem svo: annað hvort leyfið þið okkur að
beita sex milljónir manna ofbeldi, eða þið
hrindið af stað styrjöld, sem gæti ef til vill
kostað 100 milljón mannslíf.“
Það yrði mikill ábyrgðarhluti fyrir ríkis-
stjórnir kommúnistaríkjanna. Hvemig gætu
þær réttlætt það fyrir fólkinu? Mundu þær
hrinda af stað heimsstyrjöld til þess að
bjarga Kúbu? Ég hugsa, að Bandaríkja-
menn reikni ekki dæmið þannig.
Það sem um þessar mundir vekur mesta
athygli manna er afstaða Suður-Ameríku.
Allar þjóðir í hinni rómönsku Ameríku
verða að þola efnahagsánauð Bandaríkj-
anna. Hugsið ykkur, að sama rafveitan, sem
tekin var eignamámi af Kúbustjóm, eftir að
hafa um tuttugu ára skeið hrúgað upp feiki-
legri gróðafúlgu með því að selja rafmagn
ótrúlega háu verði, heldur áfram að selja
landsmönnum í flestum ríkjum Suður-
Ameríku þeirra eigið rafmagn. Ef gagn-
byltingarmenn verða sigursælir, þá þýðir
það með öðmm orðum, að fullveldi er ekki
annað en blekking í föðurlandi Monroes og
að þjóðir Suður-Ameríku em dæmdar til
að lifa undir leppstjórn eða harðstjórn. En
væri stjóm Castrós kollvarpað, þá mundi
það um leið hafa þau áhrif, að gera þjóðir
Suður-Ameríku róttækar í skoðunum og
herða þær til andstöðu gegn heimsveldis-
stefnu Bandaríkjanna.
Það er einmitt þetta, sem gerir Banda-
ríkjamönnum svo erfitt um vik. Ef þeir láta
Kúbu fara sínu fram, þá vita þeir, að innan
skamms munu fleiri suður-amerískar þjóð-
ir vilja feta í fótspor hennar, af því að þær
hafa við sömu vandamál að stríða. En ef
þeim tekst hins vegar að ryðja Castró úr
412