Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Síða 79
SAMTAL UM KUBU vegi, sem ég er mjög vantrúaður á, sjá þeir fram á það, að allir Suður-Ameríkumenn munu fylkja sér undir merki róttækari flokkanna og þá væri ekki langt að bíða þess, að allur friður yrði úti fyrir Banda- ríkjamenn. „I augum Frakka var Spánarstyrjöld- in tiltólulega auðskiliS mál, þegar þeir báru saman þá atburði, sem gerðust þar við það sem gœti gerzt í Frakklandi. Finnst yður að þœr hugsjónir, sem barizt er um, geri inn- rásina á Kúbu að nýrri Spánarstyrjöld?“ — Við verðum að gera okkur í hugar- lund hvaða afleiðingar ósigur Kúbumanna gætu haft í fyrsta lagi fyrir okkur, en þó einkum fyrir allar þær þjóðir, sem eru efna- hagslega skammt á veg komnar, hina svo- kölluðu vanþróuðu veröld. Kúba heyr baráttu til að varðveita full- veldi sitt. Hún krefst með öðrum orðum yf- irráða yfir auðlindum sínum og áskilur sér ekki aðeins rétt til að verzla við allar þjóð- ir heldur líka til að halda sig fyrir utan á- hrifasvæði stórveldanna tveggja. En sízt af öllu vill hún láta draga sig út í styrjöld. Byhingin á Kúbu er í vissum skilningi til- raun ti! að höggva skarð í virkismúra stór- veldanna. Ef Kúbustjóm yrði kollvarpað, þá hyrfu um leið líkur fyrir því að Kúba fengi að njóta fullkomins fullveldis. Stór- veldin tvö mundu eflast við það og afleið- ingarnar af því mundu bitna á okkur. Ef öll ráð eiga einlægt að vera í höndum ann- ars hvors stórveldanna, þá stafar það af engu öðm en því, að hemaðarstefna á miklu fylgi að fagna í heiminum, en við álítum, að hún hljóti að leiða smám saman til fullveldisskerðingar smáríkjanna. Stefna vinstrimanna á því að grundvallast að vissu marki á andstöðu við stórveldin tvö og fylgi- ríki þeirra. Þjóðfélagi, sem glatar fullveldi sínu eru allar bjargir bannaðar og það er einmitt um það sem slagurinn stendur á Kúbu. Kúbumenn hafa verið beittir svívirðileg- asta óréttlæti. Það er ódrengilegt af stór- veldi að ráðast á smáþjóð, sem heyr baráttu til að koma nýrri skipan á þjóðfélag sitt eft- ir hálfrar aldar ánauð, en það er samt sem áður ekki mergurinn málsins. Ástæðan fyr- ir því að við eigum að skipa okkur við hlið Castrós er sú, að með honum er verið að reyna að kollvarpa vinstri stefnu. Kúbumálið er síðast en ekki sízt próf- steinn á afstöðu Vesturveldanna stóru gagn- vart þeim löndum, sem eru efnahagslega skammt á veg komin. Hér er smáþjóð, sem er að reyna að berjast fyrir efnahagslegu sjálfstæði. Hún leggur á sig óskaplegt erfiði og ræðst í stórframkvæmdir. Ef það verður uppi á teningnum, að slíka viðleitni beri að stöðva og það með sprengjum ef þess gerist þörf, þá eru örlög þessara vanþróuðu landa þar með ráðin. Mönnum bauð það í grun í Kongó, en nú er þeim farið að verða það fullljóst. Það er ekki satt, að hin kapítal- ísku lönd vilji standa straum af þeim kostn- aði, sem fylgir því að losa þjóðir úr ný- lenduánauð. Þau vilja um fram allt hindra að svo fari. Kúbustyrjöldin líkist Alsírstyrjöldinni. í þeirri fyrri er að vísu beitt meiri lævísi, þar sem málaliðarnir þykjast vera Kúbumenn, en það kemur í sama stað niður. Ef þeir vilja svo sigra í þessu stríði, þá verða Bandaríkja- menn að skerast í leikinn með sínum mikla liðsafla, vegna þess að málaliðið er of fá- mennt. Er það þá þetta, sem menn vilja gera fyrir þær þjóðir, sem eru að losna úr nýlenduánauð og vilja fara sínar leiðir? Halldór Þorsteinsson þýddi. 413
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.