Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Blaðsíða 80
Leikhús STROMPLEIKURINN (Leikurinn um sníkjulífið) Rétt um það leyti sem Strompleikurinn var að koma út fór ég á fund, þar sem einkum var fólk, sem ekki hefur annað fyrir sig að leggja en laun vinnu sinnar. Þar heyrði ég á tal tveggja manna. Annar sagði: „Þá er nú Strompleikurinn kominn.“ ,Já,“ svaraði hinn, „tvö hundruð og sjö- tíu krónur þar.“ „Það er ekki víst það sé svo dýrt,“ sagði þá sá, sem fyrr hafði talað. Sums staðar er orðinn naumur afgangur af daglaunum til bókakaupa. Samt er ekki talið eftir ef um er að ræða málsvara fólks- ins, og slík er staða H.K.L. nú sem fyrr þó Nóbelsfrægð hans hafi gert þeim þungt um mál, sem hæst æptu um hann níðið áður fyrr. Svo kom Strompleikurinn. Dómarnir um hann voru sundurleitir. Yfirleitt má þó segja, að þeir, sem opinber- lega hafa birt skoðanir sínar um þetta verk, hvort þær hafa verið neikvæðar eða já- kvæðar, hafi skilið það og túlkað sem þver- skurð af íslenzku þjóðlífi í dag — það virð- ist einhvem veginn orðin hefð að leggja þann grundvöll að dómum um verk H.K.L. Persónur Strompleiks eiga það sameigin- legt, að þær lifa flestar með einhverjum hætti á sníkjum; þetta er leikurinn um parasítana, sníkjulífið. Ólfermæðgumar lifa annars vegar á örorkustyrkjum tveggja vesalinga, annar er meira að segja dauður, en hinn lifir sníkjulífi aftur á þeim, sem á honum lifa. Hinsvegar snikja þær af Ut- flytjandanum og Innflytjandanum, sem sjálfir em ekki annað en sníkjudýr á opin- berum styrkjum eða fleyta sér fram á lög- brotum, sem enn eru eitt form sníkjulífsins. Þetta er selskapið í Strompleik og lífsspeki þess er vitaskuld einkum að velta því fyrir sér hvort heimurinn sé ekki blöff frá rótum (eins og þjóðfélagsstaða þess sjálfs og fyrirvinnuhættir). Þetta er rétt með farið eins og borgaraleg fílósófía sannar yfirleitt svo ámátlega, en fráleitar eru þær hug- myndir margra dómenda, að H.K.L. sé í Strompleiknum að velta þvi fyrir sjálfum sér í alvöru hvort heimurinn sé blöff — með því væri hann sjálfur genginn inní það, sem hann hæðir hvað nálegast í verki sínu — borgaralega lífsfílósófíu. Þvertá- móti virðist hann gjörsamlega sannfærður um að heimurinn sé til og það með, að ómaksins sé vert að ávarpa hann nokkrum vel völdum orðum. Heimur Strompleiksins er lokaður heim- ur, þar byggja ekki aðrir en sníkjudýr, fólk- ið, sem lifir af vinnu sinni á þar engan full- trúa; raunar hefur Lambi þá óljóst skil- greindu atvinnu að vera bamakennari og sjómaður, hann er að koma úr einhverri óskilgreindri utanlandsför, veit varla sjálfur hvar hann hefur verið og þegar hann kemst að því hvar hann er leggur hann á flótta, mótmæli hans eru dauð og öldungis ómerk enda hefur sníkjudýraselskapið þrengt uppá hann sínum manngildishugsjónum með því að gera hann að milljónera og þar- 414
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.