Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1961, Qupperneq 83
LEIKHUS með er heimur leiksins rofinn (svo fremi tekist hafi að skapa hann) og við stöndum gagnvart persónum leiksins, eðli þeirra og athöfnum, eins og ókunnugt fólk og þarmeð eru persónurnar berskjaldaðar fyrir okkur, við dæmum. Hlutverk hans er ekki mystískt heldur einmitt þvertámóti. Valur Gíslason er virðulegur maður og hefðu aðrir ekki leyst þetta hlutverk betur. Hér verður að taka það fram, að það, sem sagt hefur verið um vinnu leikaranna á að- eins við innan þess ramma, sem leikstjór- inn, Gunnar Eyjólfsson, hefur sett sýning- unni. Hinsvegar hlýtur sú spurning að vakna, hvort hann hefði ekki átt að taka gjörólíka stefnu með uppfærsluna og beita öðrum aðferðum. Það er yfirborðslegt (og þarafleiðandi kanske óhjákvæmilegt eins og sakir standa) að miða mestlega við það að brandarar „geri sig“ og leikbrögð taki sig út, það getur meir að segja verið svik- ult sjónarmið eins og frumsýningargestir virðast hafa sannað. Engu síður snúa þessir lilutir að vinnu leikaranna sjálfra, persónu- sköpun þeirra, að leikbrögð séu aldrei gerð fyrir brandarann né heldur sem bein árás á áhorfendur, heldur miðist við að vera í sam- ræmi við persónurnar og segja með nokkr- um hætti syntetískt af eðli þeirra og innra lífi. Þetta væru vinnubrögð sómandi alvar- legu verki eins og Strompleiknum — með alvarlegu á ég við að það sé alvarlega unnið og heimti því vandaðri vinnubrögð; með því yrðu skemmtilegheitin einmitt enn skemmtilegri og á annan hátt. En hér grein- ir sumsé á um kabarettsjónarmiðið og hugs- unarhátt hins verðuga leikhúss. Ef sá heim- ur leiksins hefði orðið til, sem nauðsynleg- ur er fyrir háðið að eiga rætur í, þá hefði lokaatriðið orðið sú uppljómun sem það á að vera. Þama fellur það og snýst í algjöra andstæðu sína, hreina mystik, fyrir það að opinberunin, sem við eigum að verða fyrir verður engin, allt hefur legið á yfirborðinu frá upphafi og tvöfeldni og svik persónanna hafa verið undirstrikuð svo oft og billega, að við jaðrar fyrirlitningu á áhorfendum. Hafi texti leiksins gefið eitthvert tilefni til slíkrar túlkunar þá var einstakt tækifæri til að vinna hann upp í þeim atriðum með höf- undi. Leikrit á einmitt að semja á sviði að mestu leyti. En það er auðvelt að segja, að eitthvað eigi að vera öðruvísi en það er og þurfa ekki að standa við að gera það. Enda tek ég það fyllilega til greina að önnur leið liafi ekki verið fær. En er það ekki langsólt kaldhæðni, að uppfærslan skuli með því móti þurfa að sanna réttmæti þeirrar ádeilu, sem í leiknum er? 6. nóvember 1961 Þorgeir Þorgeirsson. TÍMARIV MÁI.S OC MENNINGAIt 417 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.