Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 6
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
menningunni sem afurð, heldur eink-
um og sér í lagi að sköpunarmætti
hennar og -starfi, eða að verðandi
menningarinnar. Vér lítum á hana
sem lífsafl, ef ekki lífsanda, þjóðfé-
lags; og vér erum sammála þeirri
skilgreiningu að gildi menningar fari
eftir því, að hve miklu leyti hún stuðl-
ar að því að samfélag geti leyst þau
viðfangsefni sem það verður að leysa
ef það á að standast.1 Og af því að
rammi tilveru vorrar er þjóðin (sbr.
upphaf þessarar ritgerðar), og menn-
ing er þjóðmenning áður en hún er
nokkuð annað, hljótum vér að meta
hana eftir því hvort hún gerir þjóð
fært að ráða vandamálum sínum til
lykta í sameiningu, að sigrast á fj önd-
um sínum bæði opinberum og leynd-
um, og sjá í gegnum blekkingar
þeirra. Þar af leiðir auglj óslega að sú
menning sem vér yfirleitt tölum um
er demókratísk menning.
Vér látum því hinar mannfræðilegu
skilgreiningar menningar, sem leggja
mesta áherzlu á kyrrstæða þætti,
liggja á milli hluta, og þó vér gerum
oss fullkomlega ljóst, að í sérhverri
menningarheild fer ævinlega fram
barátta milli tregðu- og hreyfiafls, og
þó vér neitum enganveginn tilveru
tregðuaflsins — eða nauðsyn þess —
þá látum vér oss einkum annt um
hreyfiafl menningar, vegna þess að
1 Sbr. Kroeber og Kluckhohn, Culture,
a Critical Review of Concepts and Defini-
tions. Cambridge, Mass. 1952.
það er hinn þýðingarmeiri þáttur, ef
sá mælikvarði sem tilgreindur er að
ofan er réttur.
Ýmsir lesendur þessa rits munu
sjálfsagt líta á þær málsgreinar sem
ég hef hér að mottói, sem hina mestu
firru og ósvinnu. Það er nú fyrst að
einna bjargföstust sannfæring flestra
íslendinga, ekki sízt íslenzkra mennta-
manna, er sú að menningu og pólitík
megi ekki einusinni nefna í sömu and-
ránni, hvað þá heldur gefa í skyn að
á milli þessara tveggj a fyrirbæra séu
órjúfanleg tengsl. Sízt óheilagri er
mönnum sú skoðun að íslenzk menn-
ing sé einmitt umfram allt sá „höfuð-
stóir og „eign“ sem Jeanson talar
um, eins og bezt kemur fram í orð-
takinu „að halda vörð um íslenzka
menningu“, sem allir nota af mikilli
velþóknun. Það kann að vera að þau
orð sem að ofan eru skráð um enda-
lok þeirrar menningar sem aðeins
heldur „áunnxrm hraða“ séu ekki al-
gildur sannleikur: íslenzk reynsla
mælir að vísu á móti því að þjóð-
menning sé alltaf dauðadæmd ef hún
lætur sér vamarstöðuna nægja. Hitt
má vera lýðum ljóst að til þess að sú
þjóðmenning sem legið hefur í dvala
rísi upp aftur, þarf sjaldgæflega hlið-
hollar aðstæður,1 og að það er meira
1 Hér mætti kannski benda mönnum á
angistina sem vart verður hjá forkólfum
íslenzkrar endurreisnar alla 19. öld, áköll
þeirra til þjóðarinnar að vakna eins og úr
100