Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 70
BERTOLT BRECHT
GLATAÐUR ORÐSTÍR HEIMSBORGARINNAR NEW YORK
(1929)
1
Hverjum er ennþá i minni
orðstír hinnar risavöxnu Neiv York-borgar
á áratugnum ejtir stríðið mikla?
2
Mikið dásemdar trog var þó þessi Ameríka i
munni manna í þann tíð!
GotTs own country!
Aðeins kölluð upphafsstöjunum í nafni sínu:
USA.
Eins og œskuvinur, sem allir þekkja og œtíð
er samur og jafn!
3
Þetta firnamikla trog, var sagt,
tók á móti öllu, sem datt í það, og breytti því
á tvisvar sinnum tveim vikum, þangað til það
fékk mynd á sig!
Allir kynflokkar, sem höfnuðu á þessu glaðværa
meginlandi.
lögðu kapp á að afneita sjálfum sér og gleyma
rótgrónum eiginleikum sínum
eins og vondum siðum,
til þess
að verða hið fyrsta líkir mönnunum, sem hér voru
allsstaðar nálœgir!
Þeir tóku þeim aftur stórmennskulega og afskiptalaust
eins og þeir vceru þeirn alltof frábrugðnir
(þó aðeins jrábrugðnir að sama skapi sem lífskjör
þeirra voru bágbornari!).
Eins og gott súrdeig veittu þeir óhrœddir móttöku,
hversu miklu sem þeim barst af deigi. Þeir vissu:
Þeir gegnsýrðu allt!
Hvilíkur orðstír! Hvilík öld!
164