Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 33
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA 8 Alveg eftir þeirri skemmtun, sem var möguleg og nauðsynleg við lífshætti sérhverrar tíðar, varð að breyta hlutföllum persónanna og búa aðstæðurnar öðrum fjarvíddum. Sögur verður að segja með allt öðru móti, til að Hellenar geti skemmt sér við hið óumflýjanlega í lögmálum guðanna, sem bitnar á þeim, þó þeir þekki þau ekki — til að Frakkar geti skemmt sér við hinn tigin- borna sjálfsaga, sem siðaskrá hirðarinnar krefst af stórmennunum á jörðu hér, —i til að Englendingar á tímum Elísabetar geti skemmt sér við sjálfspeglun hins nýja einstaklings, sem böðlast áfram að vild sinni lífið á enda. 9 Og við verðum að gera okkur ljóst, að skemmtunin af svo ólíkum gerðum eftirmynda var varla nokkurntíma háð líkingu þeirra með frummyndinni. Ónákvæmni, jafnvel mikill ósennileiki truflaði lítið eða ekki neitt, svo fram- arlega sem ónákvæmnin hafði visst samhengi og ósennileikinn var einatt sams- konar. Mönnum dugði blekkingin um knýjandi framrás söguþráðarins, en sú blekking var búin til með hverskonar meðulum skáldskapar og leiklistar. Einnig við sjáum gjarna í gegnum fingur við þesskonar galla, þegar við vilj- um fá hlutdeild í sáluþvotti Sófóklesar eða fórnargerðum Racines eða amok- hlaupum Shakespeares, með því að reyna að tileinka okkur hinar fögru eða miklu tilfinningar, sem bærast með aðalpersónum þessara sagna. 10 Því af öllum hinum margvíslegu eftirmyndum mikilvægra atburða manna á milli, sem hafa verið gerðar á leiksviðinu frá því í fornöld og hafa orðið til skemmtunar þrátt fyrir ónákvæmni þeirra og ósennileika, er til enn í dag furðulegur fjöldi, sem skemmtir líka okkur. 11 Þegar við höfum nú sannprófað hæfileika okkar til að hrífast af eftir- myndum frá svo ólíkum öldum — en það munu börn þessara þróttmiklu alda tæplega hafa verið fær um — hlýtur okkur þá ekki að bjóða í grun, að við höfum ekki enn uppgötvað þá ánægju og þær skemmtanir, sem eru sérkenn- andi fyrir okkar öld og henni eiginlegar? 12 Og nautn okkar af leiklistinni hlýtur að vera orðin minni en nautn for- feðra okkar var, endaþótt lífshættir okkar séu ennþá nógu líkir lífsháttum þeirra, til að um nautn geti yfirleitt verið að ræða. Við tileinkum okkur gömlu verkin fyrir atbeina tiltölulega nýrrar aðferðar, nefnilega innlifunarinnar, sein lætur þeim ekki alltof vel. Þannig er meginhluti nautnar okkar ausinn af öðrum lindum en þeim, sem hljóta að hafa opnazt kynslóðunum á undan okkur af svo miklu afli. Þá látum við okkur títt um fegurð málfarsins, glæsi- leikann í rás frásagnarinnar, staði, sem framkalla hjá okkur hugmyndir af 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.