Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 57
GAMALL HATTUR dýr eða að minnsta kosti dýrari en þessi þarna? Hversu illa farinn átti hann annars að vera? Hafði Filch farið vel með hann þegar hann var að sökkva í eymdina, hafði hann verið þess umkominn að fara vel með hann? Eða hafði hann kannski alls ekki gengið með þennan hatt meðan allt gekk vel? Hvað var langt síðan það var? Hvað endist hattur lengi? Flibbinn var horfinn, það hafði verið ákveðið eina svefnlausa nótt, óhreinn flibbi er verri en enginn (drottinn minn dýri! er þetta nú rétt?); hvað um það, þetta var ákveðið og ekki lengur til umræðu, bindið var enn á sínum stað, það var sömuleiðis ákveðið, hvemig gat þá hatturinn litið út? Ég sá hann loka augunum, það var líkt og hann félli í dá. Hann fór einu sinni enn yfir alla áfangana á óhappa- braut Filchs, hvern á eftir öðrum. Og þegar hann opnaði augun aftur, án þess að vera nokkru nær að því er virtist, setti hann hattinn með vélrænu handtaki á höfuð sér, eins og reyna mætti að þreifa sig áfram þannig; og svo varð honum aftur litið á hinn hattinn sem lá við hlið hans. Hann seildist til hans og þannig stóð hann lengi, með annan hattinn á höfðinu og hinn í hendinni, listamaðurinn, þjáður af efasemdum, spyrjandi reynslu sína í örvæntingu, kvalinn af næstum ómótstæðilegri löngun til að finna hinn eina veg til að sýna persónu sína — öll hennar örlög, alla hennar eiginleika, líf hennar — á þeim fjórum mínútum sem hann er á sviðinu. Næst þegar ég leit til hans tók hann ofan hattinn, sem hann var með, ákveðinn í bragði, snerist á hæli og gekk út að glugganum. Annars hugar horfði hann niður á götuna, og það leið góð stund áður en hann leit aftur í áttina til hattanna, í þetta skipti kæru- leysislega, næstum leiður á svipinn. Hann virti þá fyrir sér úr fjarlægð, köldum augum, með sem allra minnstum áhuga. Síðan gekk hann aftur til þeirra, þó ekki án þess að horfa einu sinni enn út um gluggann, þreif annan þeirra og fleygði honum á borðið til þess að láta setja utan um hann. Á næstu æfingu benti hann mér á gamlan tannbursta sem gægðist upp úr brj óstvasanum á jakka hans og sýndi að undir bogum brúnna neitaði Filch sér ekki um allra- brýnustu nauðsynjar siðmenningarinnar. Þessi tannbursti færði mér heim sanninn um að hann var engan veginn ánægður með bezta hattinn sem fáan- legur var. Þetta, hugsaði ég glaður, er leikari vísindaaldarinnar. (1934) Þorsteinn Þorsteinsson þýddi. 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.