Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 88
RENÉ LEIBOWITZ
Hugleiðingar um nútímatónlist
„Mér geðjast ekki að þessu. — Hvers-
vegna? — Það er fyrir ofan minn
skilning." Hefur nokkurn tíma verið
svarað þannig?
F. Nietzsche
(Handan við gott og illt).
Inngangur
AU reikningsskil, sem birtast reglulega
um „ástand“ nútíma tónlistar byggjast
flest á alvarlegum misskilningi. Athugand-
inn vill að sjálfsögðu vera hlutlægur, en
þeir sem eru á öðru máli, segja að hann láti
stjómast af eigin smekk og ásaka hann
þannig um huglægni, sem er talin höfuð-
synd allrar gagnrýni. Þegar á allt er litið
verður lausnin vanalega sú að höggva á
hinn erfiða Gordíonshnút andstæðnanna
hlutur-hugur með spakmælinu fræga „um
smekk og liti er ekki hægt að deila“, en ef
eitthvað er umhugsunarvert þessu varðandi,
er það sú staðreynd að öldum saman hefur
ekkert lát orðið á deilum um þetta efni.
Er þá möguleiki að finna einhvern mæli-
kvarða á gildi hinna mismunandi skoðana,
þessara oft mótsagnakenndu og ávallt and-
stæðu dóma, sem leitast við að skilgreina
veruleika ef ekki sannleika ástands sem
virðist ganga okkur úr greipum, þegar við
ætlum að athuga það?
Við skulum ekki láta þetta rugla okkur.
Heldur vera ófeimin við að láta smekk okk-
ar í ljós og leitast jafnframt við að sýna yf-
irburði hans.
I
Flestir tónlistarmenn eru á einu máli um
það, að þróun tónlistarinnar síðustu fimm-
tíu árin hafi einkum ráðizt í verkum tveggja
manna: Schönbergs og Stravinskys. Ég fyrir
mitt leyti hef ávallt tekið hinn fyrmefnda
framyfir. Að svo miklu leyti sem sagan
dæmir í þessum málum virðist þróunin upp
á síðkastið styðja þá, sem hafa samskonar
smekk og ég fremur en liinar „herbúðimar"
— miklu f jölmennari fyrir fáeinum árum —
sem litu á Stravinsky sem hinn eina sanna
leiðtoga tónlistar vorra daga.
Segja má að „liðsmunur" fylgismanna
„ný-klassísku“ stefnunnar (Stravinsky)
annarsvegar og fylgismanna „tólftóna"
stefnunnar (Schönberg) hinsvegar hafi
gjörbreytzt síðustu árin. Allt til stríðsloka
átti fyrmefnda stefnan ótölulegan fjölda
fylgismanna, en sú síðamefnda aðeins ör-
fáa, nú er þetta í þann veginn að snúast
við: ný-klassíski stíllinn lætur stöðugt und-
an síga, en fjöldi þeirra, sem aðhyllast tólf-
tóna stefnuna eykst stöðugt.
Með þessu er ekki sagt að tónlist Schön-
bergs sé almennt viðurkennd nú á dögnm.
Fjarri því! Þetta er erfið tónlist, mjög flók-
in og merking hennar nær langt út yfir
þann skilning sem venjulega er lagður í
hana. Verk Schönbergs em oftast metin eft-
ir yfirborðslegustu eiginleikum sínum, en
hið þýðingarmesta fer framhjá mönnum.
Þannig er talað um atónala tónlist, tólftóna-
tækni, mishljórra o. s. frv., ef minnzt er á
Schönberg, en þá gleymist að þetta eru að-
182