Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 56
BERTOLT BRECHT
Gamall hattur
VIÐ æfingarnar á Túskildingsóperu minni í París vakti ungur leikari at-
hygli mína allt frá byrjun. Hann lék Filch, unglingspilt sem er kominn í
hundana og langar til að gerast fullgildur atvinnubetlari. Hann skildi fljótar
en flestir hinna hvernig þarf að æfa: sem sé með gætni, hlusta á sjálfan sig
þegar maSur talar og búa sig undir aS vekja eftirtekt áhorfenda á einkennum
sem maSur hefur sjálfur tekiS eftir í fari manna. ÞaS kom mér ekki á óvart,
þegar hann kom eitt sinn aS morgunlagi óbeSinn meS nokkrum aSalleikurun-
um í eina af stóru búningsverzlununum. Hann sagSi kurteislega aS hann ætl-
aSi aS leita sér aS hatti í hlutverk sitt. Á meSan ég hj álpaSi aSalleikkontmni
aS velja búninga, en þaS tók nokkra klukkutíma, gaf ég honum auga viS hatt-
leitina. Hann var búinn aS koma afgreiSslufólki verzlunarinnar af staS og
stóS bráSlega meS stóran hlaS af höfuSfötum fyrir framan sig; eftir klukku-
tíma eSa svo var hann búinn aS taka tvo hatta frá og tók nú til viS hiS endan-
lega val. ÞaS kostaSi hann klukkutíma í viSbót. Ég gleymi aldrei kvalasvipn-
um á hungruSu og svipbrigSaríku andliti hans. Hann gat einfaldlega ekki
ráSiS viS sig hvorn hattinn hann ætti aS velja. Hikandi tók hann annan
þeirra og virti hann fyrir sér meS svip þess manns sem er aS leggja síSasta
skilding sparifjár síns í örvæntingarfullt fj árhættufyrirtæki og veit aS skref-
iS verSur ekki aftur tekiS. Hikandi lagSi hann hann frá sér aftur, engan
veginn eins og hann væri endanlega búinn aS sleppa af honum hendinni.
Hatturinn var auSvitaS ekki fullkominn, en kannski var hann sá bezti sem völ
var á. Og þó svo hann væri sá bezti, var hann samt engan veginn fullkominn.
Og hann teygSi sig eftir hinum, án þess aS sleppa augunum af hattinum sem
hann lagSi frá sér. Þessi virtist líka hafa sína kosti; þeir voru bara á öSru
sviSi en ókostir hins. ÞaS var eflaust það sem gerSi valiS svo afskaplega erf-
itt. ÞaS var einhver blæmunur á töturleik þeira, ósýnilegur í fljótu bragSi;
kannski hafSi annar hatturinn veriS dýr þegar hann var nýr, þó aS hann
væri nú orSinn enn meira ræksni en hinn. HafSi hattur Filchs einu sinni veriS
150