Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vann sér heimsfrægð fyrir frábærar leiksýningar. Hann hafði nú í fyrsta skipti tækifæri til að gera að veru- leik það „leikhús vísindaaldarinnar“ sem hann hafði svo lengi keppt að, hann hafði á að skipa afburða leik- urum og samstarfsmönnum og gat gert tilraunir eftir sínu höfði án þess að horfa í kostnað. Þau sjö ár sem hann átti ólifað helgaði hann sig því einkum hinu praktíska leikhússtarfi, setti á svið leikrit sín frá útlegðarár- unum, svo og ýmis önnur leikrit, ný og klassísk, sem hann breytti oft eða umsamdi að meira eða minna leyti. (Sem dæmi má nefna Antígónu (Só- fókles), Don Juan (Moliére), Corio- lanus (Shakespeare) og Jeanned’Arc (Anna Seghers)). Hann orti mikið og var einnig með mörg leikrit í smíðum sem honum entist ekki aldur til að ljúka. Vorið 1956 veiktist hann alvarlega og náði sér ekki aftur, þann 14. ágúst lézt hann af völdum krans- æðastíflu. En undir stjórn ekkju hans, leikkonunnar Helene Weigel, gamalla samstarfsmanna og fjölmargra ungra hæfileikamanna sem hann mótaði, heldur leikhús hans áfram á þeirri braut sem hann hafði markað. [Um Bertolt Breclit hafa verið rituð feiknin öll, bæði bækur og ritgerðir f tímaritum. Hér skal aðeins bent á fáein rit. Handhægt lítið yfirlitsrit er: Bertolt Brecht in Selbstzeugnissen und Bilddokumenten dargestellt von Marianne Kesting. Rowohlts Monographien 1959. Sama ár kom út í Lundúnum The Theatre of Bert Brecht eftir John Willet. Mjög forvitni- legt rit, sem víkur í stuttu og ljósu máli að ýmsum mikilvægustu hliðunum á verki Brechts, er: Bertolt Brecht und die Tradition eftir Hans Mayer. Verlag Gúnther Neske. Pfullingen 1961. Þá má ekki gleyma minningarhefti tímaritsins Sinn und Form, Berlín 1957, þar sem birtur er fjöldi greina um Brecht eftir rithöfunda og leikhúsmenn.l 120
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.