Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 35
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA sjón litaðist maðurinn allsstaðar um eftir einhverju löngu þekktu, en ónot- uðu, sem hann gæti hagnýtt sér til þæginda. Umhverfi hans breyttist jafnt og þétt frá áratugi til áratugar, þá frá ári til árs, þá nærriþví frá degi til dags. Eg, sem skrifa þetta, skrifa það á vél, sem þekktist ekki, þegar ég fæddist. Ég hreyfi mig í nýju farartækjunum með hraða, sem afi minn gat ekki ímyndað sér; ekkert hreyfðist þá svo hratt. Og ég hef mig upp í loftið, en það gat faðir minn ekki. Við föður minn hef ég þegar talað þvert yfir meginland, en fyrst ásamt syni mínum sá ég hinar hreyfðu myndir af sprengingunni í Hiroshima. 17 Endaþótt nýju vísindin hafi gert svo gífurlega breytingu á veröld okkar mögulega og stuðlað framar öllu öðru að breytanleika hennar, þá getur mað- ur þó ekki sagt, að andi þeirra fylli og ákvarði okkur öll. Astæðunnar til þess, að liinn nýi háttur að hugsa og finna til gagntekur ekki ennþá í raun og veru allan almenning, er að leita í því, að vísindin, sem hefur verið beitt með svo miklum árangri við hagnýtingu og beizlun náttúrunnar, eru hindruð í að erja annað svið, sem ennþá er myrkri hulið, nefnilega sambönd mannanna sín á milli við hagnýtingu og beizlun náttúrunnar, — af stéttinni, sem á þeim veldi sitt að þakka, borgarastéttinni. Þetta verk, sem snertir alla menn, var innt af höndum án þess að nýju hugsunaraðferðirnar, sem gerðu það mögu- legt, leiddu í ljós gagnkvæm sambönd þeirra, sem inntu það af höndum. Hin nýja sjón á náttúruna beindist ekki að þjóðfélaginu. 18 í reyndinni eru hin gagnkvæmu sambönd mannanna orðin ógagnsærri en þau hafa nokkrusinni verið. Hinar risavöxnu sameiginlegu framkvæmdir, sem þeir hafa ráðizt í, virðast sundra þeim meir og meir, vöxtur framleiðsl- unnar orsakar vöxt eymdarinnar, og á undirokun náttúrunnar græða aðeins fáeinir, og meira að segja með því að kaupþrælka menn. Það, sem gæti verið öllum til framfara, verður að forskoti fáeinna, og sífellt stærri hluti fram- leiðslunnar er notaður til að búa til eyðileggingartæki fyrir voldugar styrjald- ir. I þessum styrjöldum grandskoða mæður allra þjóða magnþrota himininn: með börnin í fanginu skima þær eftir hinum banvænu uppfinningum vísind- anna. 19 Eins og menn fornra tíma stóðu frammi fyrir óútreiknanleika náttúru- hamfaranna, standa þeir nú á tímum frammi fyrir sjálfra sín framkvæmdum. Borgarastéttin á vísindunum að þakka velgengnina, sem breytti henni í vald- hafa. Hún veit vel, að það mundi tákna endalok stjórnartíma síns, ef sjón vís- indanna beindist að hennar eigin framkvæmdum. Þannig hafa nýju vísindin, TÍMARIT MÁLS OC MENNINCAR 129 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.