Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Qupperneq 16
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
vorum nýlenduþjóð í fullum skilningi
orðsins. Hinsvegar er það illhrekjan-
legt að vér höfum mjög mörg huglæg
einkenni nýlenduþj óða, og einmitt í
þeim púnkti sem nú hefur verið drep-
ið á hygg ég að komi í ljós mesta
vöntun íslenzks menningarlífs nú til
dags, að í honum mætist raunar og
margeflist allir þeir ágallar sem áður
hefur verið getið.
Skilgreiningin, hin hlutlæga glýju-
lausa og óbilgjarna skilgreining hef-
ur verið vanrækt. Menningarstarfið
hefur sætt sig aðeins við grófustu
drætti skilgreiningar, við að skilja
hlutina aðeins að hálfu, en gera sér
að öðru leyti þjóðsögur og ímyndan-
ir að góðu; og þá er annaðhvort litið
svo á að þjóðfélagsástandið sé „sjálf-
sagt“ eins og það er, eða óskiljan-
legt. Þannig myndast vítahringur
kyrrstöðunnar, því að vanmætti vort,
ráðleysi og undanhald getur af sér
hinar óskilgreindu mótsagnir, en þær
verða aftur helztu orsakir þess að oss
tekst ekki að yfirbuga vanmætti vort
og ráðleysi. Hvarvetna blasir við
augum getuleysið að skilja stöðu
vora; vér vitum í mesta lagi að staða
vor er ekki þetta og ekki hitt, en vér
vitum ekki hvað hún er. Þessi fáfræði
getur stundum gengið svo langt, ef
hún er meðvituð, að afsaka sj álfa sig
með því að örbirgð skilgreiningar-
innar sé ekki um neitt að kenna, held-
ur sé þjóðfélag vort í rauninni ómark
og gefi ekki tilefni til neinnar skil-
greiningar. Og þá er auðvitað hitt
j afn-algengt að fullyrða að staða vor
sé einmitt þessi en ekki hin, án þess
nokkur umhugsun sé við höfð. Þess-
vegna á líka hinn opinberi sannleik-
ur um eðli þj óðfélags vors — sem er
lygi — auðvelt með að koma ár sinni
fyrir borð: sá „sannleikur“ að þjóð-
félag vort sé einfaldlega „vestrænt“,
borgaralegt þjóðfélag, og að oss
henti því samskonar úrlausnir við-
fangsefna vorra og taldar eru eiga við
í borgaralegum þjóðfélögum í kring-
um oss.
Vér munum draga þá álvktun að
mikilvægasta hlutverk þess menning-
arstarfs, er lítur óhikað á þjóðfélag-
ið sem sitt æðsta og raunar eina verk-
svið, verði nú um sinn að skilja og
gera skiljanlega stöðu hinnar íslenzku
þjóðar, eðli og mótsagnir þessa sér-
staka samfélags sem er vort. AS það
sé frumskilyrði allrar frekari viðleitni
að eyða þeim blekkingum og sjálfs-
blekkingum sem há starfi voru, og
láta þekkingu koma í stað þeirra á-
gizkana og sögusagna og þjóðsagna
sem vér höfum of oft að grundvelli
baráttu vorrar. Því aðeins að oss tak-
ist að skilgreina mótsagnir stöðu
vorrar hætta vandamál samfélags
vors að vera óleysanleg. Og skilning-
ur mótsagnanna er eina leiðin til að
uppræta þá sálrænu veilu sem þekkir
ekki aðra mælikvarða á menningu
vora og tilveru en mælikvarða heims-
markaðsins. Ég veit ekki hvort ein-
110