Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 43
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA
ómöguíegt væri að hafa áhrif á. Og engu að síður væri þetta óáorkanlega fyrir-
bæri honum vandabundið, og hver tortryggir það, sem er honum vandabund-
ið? Til að þessi margsjálfsögðu fyrirbrigði geti virzt honum jafn margsinnis
vafasöm, þyrfti hann að temja sér hið framandi augnaráð, sem hinn mikli
Galilei sendi ljósakrónu, er sveiflaðist fram og aftur eins og dingull. Sveifl-
urnar gerðu hann undrandi, eins og hann hefði ekki búizt við þeim þannig
og skildi ekki, að þær gætu verið þannig, en við það komst hann að lögmálum
þeirra. Þetta augnaráð, sem er eins torvelt og það er frjótt, þarf leiklistin að
eggja með eftirmyndum sínum af samlífi mannanna. Hún þarf að láta áhorf-
endurna furða sig, og það verður fyrir tækni, sem gerir hið nákomna fram-
andi.
45 Vegna þessarar tækni getur leiklistin notfært sér nýju þjóðfélagsvísind-
in, hina díalektísku efnishyggju, við eftirmyndagerð sína. Sú aðferð fjallar
um þjóðfélagsástandið sem ferli, til að geta komizt að hreyfanleika þjóðfélags-
ins, og rekur þau í öllum þeirra mótsagnafullu myndum. Eftir hennar skilningi
eru allir hlutir til fyrir það eitt, að þeir breytast, eru sem sagt sjálfum sér
sundurþykkir. Þetta á líka við tilfinningar, skoðanir og viðhorf mannanna,
en í þeim birtist á hverjum tíma eðli samlífs þeirra í þjóðfélaginu.
46 Okkar öld, sem hrindir svo mörgum og margvíslegum breytingum á
náttúrunni í framkvæmd, hefur á því sérstakt dálæti að skilja allt þannig, að
við getum skorizt í leikinn. Það býr margt í manninum, segjum við, það má
mikið úr honum gera. Eins og hann er, má hann ekki halda áfram að vera;
ekki aðeins, eins og hann er, á að skoða hann, heldur einnig, eins og hann gæti
verið. Við eigum ekki að taka mál af honum, heldur eigum við að taka af
honum mið. En með því er átt við, ao ég þarf ekki einungis að setja mig i
spor hans, heldur verð ég að taka mér stöðu frammi fyrir honum, í nafni okkar
allra. Þessvegna verður leiklistin að gera það, sem hún sýnir, framandi.
47 Til að ná fram V-áhrifum þurfti leikarinn að kasta fyrir borð öllu því,
sem hann hafði lært til að stuðla að innlifun áhorfenda í persónur sínar. Fyrst
ekki er ætlun hans að láta áhorfendur falla í leiðslu, má hann sjálfur ekki
heldur falla í leiðslu. Vöðvar hans verða að vera mjúkir; höfuðhreyfing með
strengdum hálsvöðvum togar t. d. augnaráð, já stundum meira að segja höfuð
áhorfandans með sér „fyrir töfra“, en það hlýtur að draga úr heilabrotum
um þetta látbragð, eyða hverri geðshræringu, sem það mundi geta vakið.
137