Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mennina svo hægt væri að senda þá sem allra fyrst á vígstöðvarnar aftur“ -— og þessi beina reynsla af hörmung- um stríðsins hafði djúp og varanleg áhrif á hið unga skáld. Andúð á hern- aðaranda og þjóðemisrembingi ann- ars vegar, á ídealisma og tilfinninga- semi hins vegar, mótar öll hans verk. Um þetta leyti yrkir hann kvæðið Helgisögnin um dauSa hermanninn: dauður hermaður er grafinn upp að skipun keisarans, og þó hann sé far- inn að rotna dálítið lappa herlækn- amir upp á hann og hann er úrskurð- aður kriegsverwendungsfahig — not- hæfur í styrjöld. Síðan deyr hann hetjudauðanum í annað sinn. Þetta kvæði tryggði Brecht frá upphafi sæti á svarta lista nazistanna: það þótti svívirðing við heiður þýzka her- mannsins. í nóvember 1918 og á næstu mán- uðum kom til byltingar í Þýzkalandi og ráð verkamanna og hermanna voru sett á stofn í flestum borgum. Brecht var kosinn til starfa í her- mannaráði í Augsburg. En brátt kom í Ijós að foringjar sósíaldemókrata hugðu ekki á þjóðfélagsbyltingu; þeir snerust gegn alþýðuráðunum og byltingin fjaraði út. Sá ósigur gerði Brecht um skeið með öllu vantrúaðan á mátt alþýðunnar. í fyrstu leikritum hans, Baal, Trumbusláttur um nótt og / myrkviði borganna (samin á árun- um 1918—23) kemur uppreisnarandi hans gegn þjóðfélaginu því einkum fram í anarkisma; þau eru napurt háð um borgaralega vanahugsun og vana- hegðun, og þeim er ætlað að hneyksla. Ýmislegt er skylt með þessum leik- ritum (sérstaklega / myrkviði borg- anna) og hinum absúrdu leikritum okkar daga, þótt leið Brechts lægi síð- an mjög í aðra átt. Þj óðfélagsleg af- staða hans er þá einnig lík afstöðu absúrdistanna: hann er á þessum ár- um intellectuel déclassé — stéttlaus menntamaður. Hvarvetna rekur hann sig á fáránleg fyrirbæri í þjóðfélag- inu; þau eru þeim mun fáránlegri sem þau eru almennt álitin eðlilegir og sjálfsagðir hlutir; hann setur þau á svið í öllum fáránleik þeirra, en reynir ekki enn sem komið er að kryfja þau til mergjar. Grundvallar- breyting verður hér ekki á fyrr en við kynni hans af marxisma. Þessi fyrstu leikrit Breclits stungu mjög í stúf við verk expressjónism- ans sem þá var nær allsráðandi í þýzkri leikritun. í staðinn fyrir hið almenna hugtak —- MANNINN — komu lifandi menn með hold og blóð. í staðinn fyrir ákall og úthellingu hjartans kom hæðnistónn. En mesta athygli vakti málið —- hinn j arðneski safi þess, hin dæmalausa myndauðgi og ekki sízt hinir miklu gestísku og mímísku eiginleikar þess. „Til þessa máls finnur maður með tungunni, gómnum, eyrunum, hryggnum,“ skrifaði bezti leikdómari þessara ára, 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.