Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 75
GLATAÐUR ORÐSTÍR H EIMSBORGARINNAR NEW YORK
18
Ennþá eru hljómplötur seldar, jáar að vísu,
en hvað segja þœr okkur eiginlega, þessar skeglur, sem
ekki haja lœrt að syngja? Hvaða
vit er í þessum söngvum? Hvað haja þær eiginlega verið
að syngja jyrir okkur öll þessi ár?
Hvers vegna geðjast okkpr ekki lengur þessar raddir,
sem við dásömuðum forðum?
Hvers vegna
hafa þessar Ijósmyndir af borgunum alls engin áhrif
á okkur lengur?
Vegna þess að það hefur spurzt,
að þetta fólk sé gjaldþrota!
19
Vélar þeirra, segir sagan, liggja í risavöxnum
haugum (þeim stœrstu í heiminum!)
og ryðga
eins og vélar gamla heimsins (í minni haugum).
20
Ennþá eru haldnir heimsmeistarakappleikir fyrir nokkra
strjála þrásetumenn:
Sá sterkasti í það og það sinnið
fœr ekki risið gegn hinu leyndardómsfulla lögmáli,
sem rekur fólk út úr troðfullum verzlunum!
21
Með brosið á sínum stað (en ekkert annað!) bíða hinir
afdönkuðu heimsmeistarar eftir
þessum fáu sporvögnum, sem ennþá eru í ferðum.
Þrír þessara herðibreiðu manna fylla gangstéttina, en
hvað mun fylla þá, áður en nóttin kemur?
Aðeins á öxlunum hlýjar vattið þeim, sem hraða för
í óendanlegum fylkingum
daga og nœtur gegnum tómar gjár líflausra
steinhraukanna.
Hreyfingar þeirra eru seinar eins og hungraðra og
máttfarinna dýra.
Eins og ríkisbákn, sem riðar til jalls,
hnika þeir sér með hœgð upp úr göturœsunum, sem
þeir virtust liggja í eins og til eilífðar.
169