Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 63
TILRAUNIN Skilningur sveinsins tók skjótum framförum, enda laut allt sem hann átti að skilja sífelldlega að áþreifanlegum efnum: að hestinum batnaði af meðöl- unum sem hann fékk eða tréð drapst af þeirri meðferð sem það hlaut. Hann skildi einnig, að skynsamlegur efi hlaut ávallt að sitja í manni: hvort þær breytingar, sem maður staðreyndi, ættu í rauninni rætur að rekja til þeirra aðferða, sem maður beitti. Sveininum var tæplega ljóst það vísindagildi, sem fólst í hugsunaraðferð hins mikla Bacons, en augljós nytsemi allra þessara athugana vöktu brennandi áhuga hans. Hann skildi heimspekinginn þannig: nýr tími var runninn í heiminum. Mannkynið jók þekkingu sína með hverjum degi. Og öll þekking jók vellíðan manna og jarðneska hamingju. Vísindin voru í fararbroddi. Vísindin rann- sökuðu alheiminn, allt sem var á jörðinni: jurtir, dýr, jarðveg, vatn, loft, til þess að meiri nytjar fengjust af því. Það skipti ekki máli, hverju maður trúði, heldur hvað maður vissi. Maður trúði alltof mörgu og vissi alltof fátt. Þess- vegna varð maður að kanna allt, sjálfur, með eigin höndum, og tala einungis um það sem maður sá eigin augum og um það sem hafði eitthvert notagildi. Þetta var hinn nýi boðskapur, og æ fleira fólk hallaðist að honum, reiðu- búið og ákefðarfullt að takast á hendur hin nýju verkefni. Bækur áttu mikinn þátt í þessu, enda þótt einnig gæti margar vondar bækur. Sveininum varð Ijóst, að hann varð að brjóta sér leið að bókunum, ef hann vildi eiga samleið með því fólki, sem tókst á hendur hin nýju verkefni. Vitaskuld kom hann aldrei í bókasafn hússins. Hann átti að bíða húsbónda síns hjá peningshúsunum. I hæsta lagi gat hann einstöku sinnum, þegar öld- ungurinn hafði ekki komið í marga daga, látið hann ganga fram á sig í húsa- garðinum. En honum lék æ meir forvitni á að kynnast lestrarstofunni, þar sem jafnan logaði á lampanum fram á rauðanótt. Frá limgerði einu, sem stóð andspænis herberginu, gat hann rennt augum um bókahillurnar. Hann ákvað að læra að lesa. Það var að sönnu ekki einfalt mál. Presturinn, sem hann bar upp erindi sitt við, horfði á hann eins og hann væri kónguló á matborðinu. „Ætlarðu að lesa fagnaðarboðskap herrans yfir kúnum?“ spurði hann ill- kvitnislega. Og sveinninn mátti hrósa happi að komast ósnoppungaður burt. Svo að hann varð að leita annarra úrræða. 1 skrúðhúsi þorpskirkjunnar var tíðabók. Hægt var að fá aðgang að því með því að bjóðast til að hringja kirkjuklukkunum. Ef hægt væri að komast að því, hvaða staði presturinn syngi við tíðagerðina, hlyti að vera unnt að finna samhengið milli orða og bókstafa. Hvað um það: sveinninn byrj aði að 157
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.