Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Side 44
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Málfar hans á að vera laust við klerklegan sönglanda og það hljóðfall, sem svæfir áhorfendurna, svo merkingin fer forgörðum. Jafnvel þegar hann sýnir andsetna menn, má hann sjálfur ekki virðast andsetinn; hvernig ættu áhorf- endur annars að komast að því, hvaða illu öndum hinir andsetnu eru haldnir? 48 Ekki eitt andartak lætur hann sig breytast algjörlega í persónuna, sem hann leikur. Dómur eins og: „Hann lék ekki Lear, hann var Lear“, mundi vera niðrandi um hann. Hann á eingöngu að sýna, hvemig persónan, sem hann leikur, er, eða réttara sagt: hann má ekki eingöngu lifa hana; þetta merkir ekki, að hann verði, þegar hann mótar ástríðumiklar manneskjur, sjálfur að vera kaldur. Aðeins ættu ekki hans eigin tilfinningar að vera í grundvallar- atriðum tilfinningar persónunnar, svo tilfinningar áhorfenda hans verði ekki heldur í grundvallaratriðum þær sömu og persónunnar. Áhorfendur þurfa að hafa fullt frelsi í þessu efni. 49 Þetta, að leikarinn stendur á sviðinu í tvöföldu líki, sem Laughton og sem Galilei, að sýnandinn Laughton hverfur ekki fyrir hinum sýnda Galilei -— en af því hefur þessi leikháttur líka fengið nafnið „hinn epíski“ — merkir að lokum ekki annað né meira en það, að hinn raunverulegi, hversdagslegi framgangur málanna er ekki lengur dulinn — Laughton stendur alltént á svið- inu í raun og veru og sýnir, hvernig hann hugsar sér Galilei. Endaþótt áhorf- endur dáðust að Galilei, myndu þeir vitaskuld ekki gleyma Laughton, jafnvel þó hann hefði reynt að breyta sér algjörlega í Galilei, en við það myndu þeir þó fara á mis við skoðanir hans og tilfinningar, sem hefðu þá runnið algjör- lega saman við persónuna. Hann hefði gert skoðanir hennar og tilfinningar að sínum, svo í raun og veru kæmi ekki fram annað en einstakt dæmi skoðana og lilfinninga. Hann mundi gera það að okkar. Til að varast þennan kyrking þarf hann líka að lýsa persónunni fyrir okkur með listrænum athöfnum. Svo komið sé með skýringardæmi: við getum búið aðra helftina að stellingu leik- arans, þá, er birtir okkur persónuna, ákveðnu látbragði til að gera hana sj álf- stæða, t. d. með því að láta leikarann reykja og sýna okkur, hvernig hann legg- ur vindilinn frá sér á ákveðinni stund til að útlista fyrir okkur framhaldið á hegðun persónunnar, sem hann á að skapa. Ef allt flaustur er numið burt úr myndinni og maður hugsar sér ekki skeytingarlausa ró hans skeytingar- lausa, höfum við fyrir augunum leikara, sem mundi mjög vel geta flutt hugs- anir sínar eða okkar. 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.