Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Síða 49
LÍTIL STEFNUSKRÁ FYRIR LEIKLISTINA
þegar hann fer að snuðra í bókunum og gefa drengnum Andrea Sarti lexíu um
hið nýja sólkerfi. Þarftu ekki að vita, ef þú átt að leika þetta, að við munum
enda á kvöldmáltíð hins sjötíu og átta ára gamla manns, sem einmitt þessi
sami lærisveinn hefur yfirgefið fyrir fullt og allt? Hann hefur þá breytzt
skelfilegar, en þessi tímalengd getur gert manni í hugarlund. Hann etur af
taumlausri græðgi, ekkert annað kemst lengur fyrir í höfði hans, hann hefur
á skammarlegan hátt verið losaður við kennarastarf sitt eins og byrði, hann,
sem drakk einusinni morgunmjólkina sína umhugsunarlaust, gráðugur i að
fræða drenginn. En drekkur hann hana í raun og veru umhugsunarlaust?
Er ekki nautn hans af drykknum og þvottinum samþætt nautn hans af nýju
hugsununum? Gleymdu því ekki: hann hugsar, vegna þess að það veldur hon-
um vellíðun! Er það eitthvað gott eða eitthvað vont? Þar eð þú munt ekki í
öllu leikritinu finna neitt, sem styður það, að þetta sé skaðsamlegt þjóðfélag-
inu, og sérílagi vegna þess, að þú ert þó sjálfur, að ég vona, tápmikið barn
vísindaaldarinnar, ráðlegg ég þér að setja það fram sem eitthvað gott. En
gerðu þér þess glögga grein: mörg skelfingin mun gerast í þessu máli. Að
maðurinn, sem heilsar hér nýju öldinni, mun á endanum neyðast til að knýja
þessa öld til að vísa sér á bug með fyrirlitningu, ef ekki gera allar eignir sínar
upptækar, snertir líka dálítið það, sem er hér á döfinni. Um kennslustundina
er það að segja, að þú þarft að úrskurða, hvort um munninn líði aðeins það,
sem hjartað er fullt af, svo hann mundi ræða um það við hvern sem væri, jafn-
vel barn, eða hvort drengurinn, sem þekkir Galilei, verður fyrst að freista
hans, með þvi að sýna áhuga, til að hann miðli honum af þekkingu sinni.
Einnig er hugsanlegt, að hvorugur þeirra geti haldið aftur af sér — annar
verði að spyrja, hinn að svara: þvílíkt bræðralag mundi vera forvitnilegt, því
dag einn mun því verða fullkomlega spillt. Vissulega muntu vilja fara í flýti
yfir lýsinguna á snúningi jarðar um sól, þar eð hún er ekki borguð, því nú
gengur fram hinn ókunni, efnaði lærisveinn og breytir tíma lærdómsmanns-
ins í gulls ígildi. Hann reynist vera áhugalaus, en honum verður að þjóna,
Galilei er alltént efnalaus, og þannig mun hann standa milli efnaða lærisveins-
ins og hins gáfaða og velja andvarpandi á milli þeirra. Hann getur ekki upp-
frætt hinn nýja mikið, svo hann lætur fræðast af honum; hann fréttir af
stjörnukíkinum, sem hefur verið fundinn upp í Hollandi: á sinn hátt notfærir
hann sér truflunina við morgunverkin. Rektor Háskólans kemur. Umsókn
Galileis um launahækkun hefur verið synjað, Háskólinn borgar ógjarna fyrir
eðlisfræðikenningar það, sem hann borgar fyrir guðfræðikenningar; af Gali-
lei, sem fæst, þegar alls er gætt, við eina af lægri greinum vísindanna, æskir
143