Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og mcnningar aði að þrýsta hinum löngu glataða syni og harðsnúna andstæðingi að brjósti sér. Hinir róttæku létu aftur á móti stundum að því liggja að af- staða hans til sósialismans og Sovét- ríkjanna hefði ekkert breytzt í grund- vallaratriðum. Hann hefði einungis fylgt hinni sovézku endurskoðun og ásökunum á hendur Stalín, sem Khrushchov sjálfur hefði vakið á 20. flokksþinginu 1956. Halldór hefur ekki tekið opinbera afstöðu til þessarar þrætu um per- sónulegar skoðanir hans. Einna helzt hefur hann yppt við henni öxlum gremjulega sem hverju öðru póli- tísku smábæjarþvaðri. Hvað sem því líður getur ekki leikið á tveim tung- um að hann hefur mjög fjarlægzt hinar róttækustu stjórnmálaskoðanir sínar frá fyrri árum. Skýru máli tal- ar klausa úr titilgreininni (ritaðri 1964) í Upphafi mannúðarstefnu. Þar er meðal annars rætt um að borg- arastéttin hafi borið upp endurreisn- armenninguna andspænis miðöldum er samkvæmt Halldóri einkenndust af allsráðandi og dogmatísku kirkju- valdi. En höfundurinn hefur samtíð sína jafnan í huga og allt í einu segir hann með ólvíræðri skírskotun til marxísks rnats á borgarastéttinni: Ymsir tala um borgarastéttina einsog hún væri kúklúxklan nr. 2, sumir jafnvel einsog hún væri kúklúxklan nr. 1, eða einsog siður var að tala uin djöfla á mið- öldum. En það er liætt við að þar sem henni er útrýmt komi miðaldirnar aftur með páfa sína, málbann, ritbann, listbann, stjórnmálabann, rannsóknarrétt og trúvill- fngabrennur; og að þar sé í för sá kapí- talismi, ríkiskapítalisminn, sem býður heim einræði og ógnaræði og einn er misk- unnarlausari en hið marghöfðaða auðkerfi borgarastéttarinnar (bls. 26). Yfirleitt hefur það orðið nokkurs konar föst málvenja í gagnrýni Hall- dórs á samtímanum að leggja að jöfnu kreddu stjórnmála og trúar- bragða. í svari til rússnesks menn- ingarritstjóra varar hann við „the medieval custom of quoting Scripture i. e. referring to “autores” instead of saying what you think yourself“ (Gjörníngabók, bls. 170). Spurning- unni hvað mannkynið kynni að græða á fundum æðstu manna svarar hann 1958 meðal annars svo, að það sé „alténd nógu spaugilegt að heyra marxista og presbýterana tala sam- an“ (Gjörníngabók, bls. 133) — Það eru vitaskuld fyrst og fremst Banda- ríkjamenn sem við er átt með pres- býterönum. í annarri grein frá sama ári er komizt meðal annars svo að orði að kristindómurinn sé í eðli sínu an Oriental ideology, but Communism is an English religion originated in the English experience of the 19th century Industrial Revolution and evolvcd by a Germanwriting London Jew. Orthodox Marxism manifested in the slogan “Pro- letarians unite”, derives its strength to a great extent from being almost as simple and ingenuous as the central Moslem idea: Allah is Allah (Gjörníngahók, hls. 201). 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.