Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og mcnningar
aði að þrýsta hinum löngu glataða
syni og harðsnúna andstæðingi að
brjósti sér. Hinir róttæku létu aftur á
móti stundum að því liggja að af-
staða hans til sósialismans og Sovét-
ríkjanna hefði ekkert breytzt í grund-
vallaratriðum. Hann hefði einungis
fylgt hinni sovézku endurskoðun og
ásökunum á hendur Stalín, sem
Khrushchov sjálfur hefði vakið á 20.
flokksþinginu 1956.
Halldór hefur ekki tekið opinbera
afstöðu til þessarar þrætu um per-
sónulegar skoðanir hans. Einna helzt
hefur hann yppt við henni öxlum
gremjulega sem hverju öðru póli-
tísku smábæjarþvaðri. Hvað sem því
líður getur ekki leikið á tveim tung-
um að hann hefur mjög fjarlægzt
hinar róttækustu stjórnmálaskoðanir
sínar frá fyrri árum. Skýru máli tal-
ar klausa úr titilgreininni (ritaðri
1964) í Upphafi mannúðarstefnu.
Þar er meðal annars rætt um að borg-
arastéttin hafi borið upp endurreisn-
armenninguna andspænis miðöldum
er samkvæmt Halldóri einkenndust
af allsráðandi og dogmatísku kirkju-
valdi. En höfundurinn hefur samtíð
sína jafnan í huga og allt í einu segir
hann með ólvíræðri skírskotun til
marxísks rnats á borgarastéttinni:
Ymsir tala um borgarastéttina einsog
hún væri kúklúxklan nr. 2, sumir jafnvel
einsog hún væri kúklúxklan nr. 1, eða
einsog siður var að tala uin djöfla á mið-
öldum. En það er liætt við að þar sem
henni er útrýmt komi miðaldirnar aftur
með páfa sína, málbann, ritbann, listbann,
stjórnmálabann, rannsóknarrétt og trúvill-
fngabrennur; og að þar sé í för sá kapí-
talismi, ríkiskapítalisminn, sem býður
heim einræði og ógnaræði og einn er misk-
unnarlausari en hið marghöfðaða auðkerfi
borgarastéttarinnar (bls. 26).
Yfirleitt hefur það orðið nokkurs
konar föst málvenja í gagnrýni Hall-
dórs á samtímanum að leggja að
jöfnu kreddu stjórnmála og trúar-
bragða. í svari til rússnesks menn-
ingarritstjóra varar hann við „the
medieval custom of quoting Scripture
i. e. referring to “autores” instead of
saying what you think yourself“
(Gjörníngabók, bls. 170). Spurning-
unni hvað mannkynið kynni að
græða á fundum æðstu manna svarar
hann 1958 meðal annars svo, að það
sé „alténd nógu spaugilegt að heyra
marxista og presbýterana tala sam-
an“ (Gjörníngabók, bls. 133) — Það
eru vitaskuld fyrst og fremst Banda-
ríkjamenn sem við er átt með pres-
býterönum. í annarri grein frá sama
ári er komizt meðal annars svo að
orði að kristindómurinn sé í eðli sínu
an Oriental ideology, but Communism
is an English religion originated in the
English experience of the 19th century
Industrial Revolution and evolvcd by a
Germanwriting London Jew. Orthodox
Marxism manifested in the slogan “Pro-
letarians unite”, derives its strength to a
great extent from being almost as simple
and ingenuous as the central Moslem idea:
Allah is Allah (Gjörníngahók, hls. 201).
46