Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 37
Sögukorn af LýS bónda í Lyngeyjum
Styrk já. Styrki. Maður veit það. En svo þarf að endurgreiða þessa styrki.
Oj á, en samgöngubætur þýða peninga.
0 ætli það? — Það eru alltaf nógir peningar til í Landssjóði. Og þarf ekki
Landssjóð til. Peningamenn Reykvíkingar.
Ojú. Ojaja. Sumir hverjir nokkuð efnaðir, jú.
Efn, segir Lýður, og stendur í honum orðið, því nú fer snörp vindhviða í
seglin. Báturinn tekur sjó til hlés. Bóndi kippir að sér stýrissveifinni og gefur
út á stórseglsskautinu. — Hvaða hönnvuð læti eru í veðrinu? Er hann að
hvessa? . . . Hvessarahvessa já. Gott ef hann gerir ekki rok í flæðina. Hérna,
hvað ég vildi mér sagt hafa. 0 þetta eru forríkir skrattar. Tórsatarnir, það
eru nú menn sem eiga peninga. Og fleiri. Miklu fleiri. Þeir halda sig líka
flott þessir höfðingjar fyrir sunnan. Að koma inn til þeirra maður. Það er nú
meiri dýrðin. Postulínsbollar, postulínskönnur og postulínsdiskar. Allt úr
postulíni. Og sallafín plussteppi og myndir uppum alla veggi. Þeir sjást lítið
á götunni greyin. Þeir eru víst lítið útivið kallarnir.
Þeir fara nú sumir hverjir í ferðalag á stundum, gegnir verkfræðingurinn.
Já, þeir rússa. Þeir rússa uppum allar sveitir á bílum. Lúxusbílum mestu.
Það er eitthvað annað en hér í eyjunum. Annars skil ég nú ekki hvað fólk
hefur gaman af þessu rússi.
Það er að skoða veröldina og anda að sér hreinu lofti.
Skoða já. Já, það er bölvuð reykjarsvæla í þéttbýlinu og skítur. Jú, það
þykist vera að skoða landið. Ég held það sé nú ekki mikið að skoða. Fjand-
ann er það að skoða? Hraun og mosi. Mosi og hraun. Það gengur ekki á
öðru þarna fyrir sunnan. Það er náttúrlega fróðlegt að koma til Þingvalla.
Merkur staður Þingvellir. Og Geysir. Og Gullfoss. Ég skil nú ekki að þessi
Gullfoss sé svo merkilegur. Grenjandi vatnsfall eins og aðrir fossar.
Tilkomumikið vatnsfall Gullfoss, gegnir Skúli verkfræðingur.
Tilkom. Jú, hann er náttúrlega tilkomumikill greyið. Það er fjandans hávaði
í honum. Og Lýður bóndi tekur ofan sjóhattinn og klórar sér í skallanum.
Þú hefur ferðazt eitthvað fyrir sunnan, segir verkfræðingurinn í spurnar-
tóni og lítur til Lýðs um leið og hann hallar sér útað borðstokknum til kuls.
Bára ríður undir bátinn svo hann kastast á keipa og sýpur sjó. Sannast að
segja finnst Skúla nóg um þessa siglingu þó hann láti ekki á því bera. En
það er eins og vaknað hafi með honum áhugi fyrir einhverju í fari þessa
hispurslausa og dálítið barnalega bóndamanns: Þarna siglir hann að heiman
í vaxandi veðri, rabbandi um daginn og veginn jafn rólegur og skrýtinn og
hann sæti á rúminu sínu inni í baðstofu á hjali við heimilisfólkið.
27