Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 78
Timarit Máls og menningar við sig. Bilið milli þeirra sjálfra og „nýja tímans“ virðist stundum ó- brúanlegt. Hins vegar er einkenni þeirra umburðarlyndi gagnvart ná- unganum, alger skortur allrar öfga- hneigðar — nema kannski þegar þeir þurfa að verja kreddulausa lífsskoð- un sína. Hvernig sem á stendur halda þeir fast við persónulegt sjálfstæði sitt með óbifanlegri rósemi og án af- skipta, með því einu að vera sjálfum sér samkvæmir. Maður af þessu tagi er Björn gamli í Brekkukoti, „móðurafi“ söguhetj- unnar Alfgríms í Brekkukolsannál (1957). Einkennandi er það sem Alf- grímur (en frásagan er lögð honum í munn) hefur að segja um átrúnað gamla mannsins eftir að hafa áður lýst hinum vanabundna lestri hans úr postillunni á sunnudögum: Mér er eiður sær að' ég heyrði hann aldrei víkja orði að neinu því sem slóð í postillunni, né varð ég var við aðrar guð- ræknisiðkanir af lians hálfu en þennan sunnudagslestur. Mér hefur ekki heldur tekist að hafa uppá neinum er þess minnist að hafa lieyrt Bjöm í Brekkukoti vitna í kenníngar um guðfræði, siðfræði ellegar hcimspeki eftir postillunni. Mér er hulið hvort afi minn tók mark á öHu sem stóð þarna eða aungu ... Ég held ef satt skal segja að hann Björn í Brekkukoti afi minn hefði ekki orðið öðruvísi rnaður í nokkru þvi sem skiftir máli þó hann hefði lifað liér á landi í heiðni; ellegar átt heima ein- hversstaðar þar á jörðunni sem ekki er les- in postilla, heldur trúað á uxann Apís, guðinn Ra ellegar fuglinn Kólibrí (Brekku- kotsannáll, bls. 25). Þessa klausu má setja í samhand við athugasemd síðar í bókinni um þá „rótgrónu skoðun íslendínga að allir trúaðir menn hljóti að vera geð- bilaðir“ (bls. 142—143). Þessi fjand- samlega afstaða gagnvart hástemmd- um trúarjátningum er með öðrum orðunt skoðað sent íslenzkt þjóðar- einkenni. Kannski hafa frásagnir fornsagna af kristnitöku á Islandi haft nokkur áhrif á þessa afstöðu, sú saga fjallar nefnilega fremur um hag- sýnan þjóðfélagslegan hugsunarhátt en trúarákefð. Samfara þessu áhugaleysi — að minnsta kosti út á við — í trúarefn- uin er áköf fælni við allt tilfinninga- tal yfirleitt. „Margskonar tal sem var í lensku fyrir utan krosshliðið í Brekkukoti fékk á okkur líkt og geð- bilun,“ segir Álfgrímur, „orð sem voru algeing annarsstaðar létu ekki aðeins ókunnuglega í eyrum okkar, heldur komu blátt áfram óþægilega við okkur svipað og klám eða annað blygðunarlaust geip“: Til dæmis ef einhver notaði í mæltu máli orðið kærleik, þá fanst okkur það einsog einhverskonar léttúðug, óviðeigandi eða ó- tímabær tilvitnun í postilluna ... Mér er eiður sær að í mímim uppvexti heyrði ég ekki orðið hamíngju nema í munni brjál- aðrar konu sem komið var fyrir á miðloft- inu hjá okkur um stundarsakir og ekki er nefnd í þessari bók; ég rakst ekki á orðið aftur fyren ég var orðinn stálpaður og far- inn að sýsla við skólaþýðingar (bls. 65— 66). Ef drukknir menn eða „ákaflega 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.