Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
Það er komið fast að roki. Báran eykst. Þeir eru nú þar á ferðinni úti und-
ir eyjunum, sem straumröstin er mest. Eftir svo sem tvo bóga ættu þeir að
ná uppfyrir skerjagarðinn, þangað sem sjórinn er sléttari og hættulaus hverj-
um báti. En það er einmitt þessi seinasti spölur sem sker úr um fararheill
þeirra félaga. Báðum mönnunum er það ljóst. Hið minnsta skeytingarleysi,
eitt einasta rangt handtak, eins augabragðs röng ákvörðun gæti nú hrifið þá
félaga niður í hafið og sent þá inní eilífðina. Hugul augu formannsins lesa
hverja báru. Grágrænn og öskrandi rís sjórinn allt í kringum veikbyggðan
seglbátinn. Straumröstin er í essinu sínu. Lögmálslaus hrynjandi æðisgeng-
inna straumhnúta. — Er þetta kannski útfararsálmur bóndans á Lyngeyjum?
Klár til að venda, kallar Lýður.
Klár til að venda, öskrar Geiri. Olræt. Hann gefur út á fokkuskautinu, og
báturinn leitar uppí vindinn. Hæglátt en öruggt snýr hann við milli freyð-
andi sj óa. Það er eins og hann staldri fáein andartök til að horfa til veðurs.
Hvernig lízt honum á hann? 0, hann er andskoti svartur. I sömu svipan klýf-
ur hann báruna fullri ferð á næsta slagi.
Geiri stendur í ströngu. Hann veröur bæði að gæta fokkunnar og ausa. Það
eru miklar ágjafir. í þessari röst, í þessu veðri, verður enginn bátur varinn að
ráði.
Geigvænleg bára rís framundan kinnung til kuls. Bezt að bíða hana af
sér, hugsar Lýður og snýr bátnum uppí storminn. Slaka á fokkuskautinu
Geiri, kallar hann, og báran ríður framhjá. Báturinn þrífur skriðið af nýju.
Hann titrar. Það brakar í honum. Hann sýpur sjó til hlés og kafar löður til
kuls. Hann er eins og lifandi dýr, tryllt, sem veit þó för sinni stefnumið.
Lýður er í essinu sínu. Um stund hefur hann týnt niÖur raulinu, nú upphef-
ur hann það á nýjaleik:
Og undir fríðu eyjarnar
og undir fríðu eyjarnar
og allvel skríður knörinn.
Og mitt í þeirri kveöandi æðir að þeim seinasta himinlæva rastarinnar,
meiri og verri öllum hinum. Hvernig ætli hann bregðist nú við þessari kell-
ingunni? hugsar Geiri. En Lýður kallar: Hækkaðu seglið Geiri. Og á svip-
stundu er stórseglið hækkað í pikkinn. Báturinn æðir skáhallt undan veðr-
inu. Það sýður á keipum. Falir þandir. Skaut strengd. Báran fleygist áfram.
Fái ekki þessi litli bátur hlaupið hana af sér, þá ...? Ja, þá hvað? Andartök
30