Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar
}>aÖ þýðir Orkan og OfbeldiS), færa
Prómeþeif á klettinn og skipa smíða-
guðnum Hefaistos að leggja á hann
traustan fjötur. IJar kroppar örn ein
mikil lifur hans og verður aldrei lát
á. Sjávardísir og sjávarguðinn sjálf-
ur koma á fund hans og þrábiðja
Prómeþeif að sættast við Seif, harð-
stjórann mikla, og losna svo úr písl-
unum. En í goðbornu stolti neitar
Prómeþeifur öllum sáttum og sér fyr-
ir þá stund, er hann muni verða aft-
ur frjáls. Æskylos leggur bandingj-
anum þessi orð í munn:
Enn hefur alráð örlaganornin ekki
boðað fjörlausn mína, en þegar lið-
in eru mörg ár, hlaðin hörmungum
og voða, mun ég fá frelsi. Hagleiks-
snilli hlekkjasmiðsins fær ekki reist
rönd við því sem koma skal.
En hvers vegna er eg að segja þessa
grísku goðsögu, sem er svo forn, að
hún á hátt á þriðja þúsund ára að
baki sér. Það er nærri því af tilvilj-
un. En svo bar við, að árið 1957
samdi yfirstjórn Atlanzhafsbanda-
lagsins og herforingjaráðið gríska
einskonar atlöguáætlun um þær ráð-
stafanir, sem gera skyldi á Grikk-
landi, ef til óeirða kæmi þar meðal
almennings og afstýra því, sem þess-
ir nýju Ólympsguðir kölluðu „komm-
únistauppreisn". Svo sem siður er á
stríðstímum bar þessi atlöguáætlun
sérstakt nafn. Hún hlaut kenniheitið
„Prómeþeifur“. Og því fór svo, að
valdamenn Atlanzhafsbandalagsins
og hið konunglega herráð Grikklands
á innblásnu skáldlegu augnahliki
lögðu að jöfnu hina miklu goðsagna-
hetju fornaldarinnar og gríska al-
þýðu 20. aldar, og má raunar af því
ráða, að þessum herramönnum sé
ekki alls varnað.
Þegar evrópskir nútímamenn taka
sér í munn pólitísk hugtök mæla þeir
venjulega á gríska tungu, þau orð,
sem þeir nota um ýmsar tegundir
stjórnarfars, svo sem harðstjórn, fá-
mennisstjórn, auðmannastjórn, lýð-
ræði, eru öll runnin undan tungu-
TÓtum Grikkja hinna fornu. Sjálfir
höfðu þeir túlkað og hugleitt allar
þessar tegundir stjórnarfars fræði-
lega og búið við þær í reynd. Hið
aþenska lýðræði — demokratia —
blikaði um aldir á himni villuráf-
andi manna og varð þeim bæði
draumur og fyrirheit. Því var sem
titringur færi um Evrópu þegar þau
tíðindi bárust um alla heimsbyggð-
ina, að lítt kunnir grískir liðsfor-
ingjar og herstjórar hefðu aðfara-
nótt 21. apríl 1967 framið stjórnlaga-
rof og hrifsað til sín völd í landinu
meS samþykki Konstantíns konungs,
sem tók eiða af hinum nýju stjórnar-
herrum og stýrði ráðuneytisfundi
þeirra. Grikkland var og er aðildar-
ríki Atlanzhafsbandalagsins, en sam-
kvæmt yfirlýsingum þessa vígreifa
bræðralags er því ætlað að tryggja
meginreglur lýðræðisins og styrkja
frjálsar stofnanir einstakra ríkja þess.
10