Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 20
Tímarit Máls og menningar }>aÖ þýðir Orkan og OfbeldiS), færa Prómeþeif á klettinn og skipa smíða- guðnum Hefaistos að leggja á hann traustan fjötur. IJar kroppar örn ein mikil lifur hans og verður aldrei lát á. Sjávardísir og sjávarguðinn sjálf- ur koma á fund hans og þrábiðja Prómeþeif að sættast við Seif, harð- stjórann mikla, og losna svo úr písl- unum. En í goðbornu stolti neitar Prómeþeifur öllum sáttum og sér fyr- ir þá stund, er hann muni verða aft- ur frjáls. Æskylos leggur bandingj- anum þessi orð í munn: Enn hefur alráð örlaganornin ekki boðað fjörlausn mína, en þegar lið- in eru mörg ár, hlaðin hörmungum og voða, mun ég fá frelsi. Hagleiks- snilli hlekkjasmiðsins fær ekki reist rönd við því sem koma skal. En hvers vegna er eg að segja þessa grísku goðsögu, sem er svo forn, að hún á hátt á þriðja þúsund ára að baki sér. Það er nærri því af tilvilj- un. En svo bar við, að árið 1957 samdi yfirstjórn Atlanzhafsbanda- lagsins og herforingjaráðið gríska einskonar atlöguáætlun um þær ráð- stafanir, sem gera skyldi á Grikk- landi, ef til óeirða kæmi þar meðal almennings og afstýra því, sem þess- ir nýju Ólympsguðir kölluðu „komm- únistauppreisn". Svo sem siður er á stríðstímum bar þessi atlöguáætlun sérstakt nafn. Hún hlaut kenniheitið „Prómeþeifur“. Og því fór svo, að valdamenn Atlanzhafsbandalagsins og hið konunglega herráð Grikklands á innblásnu skáldlegu augnahliki lögðu að jöfnu hina miklu goðsagna- hetju fornaldarinnar og gríska al- þýðu 20. aldar, og má raunar af því ráða, að þessum herramönnum sé ekki alls varnað. Þegar evrópskir nútímamenn taka sér í munn pólitísk hugtök mæla þeir venjulega á gríska tungu, þau orð, sem þeir nota um ýmsar tegundir stjórnarfars, svo sem harðstjórn, fá- mennisstjórn, auðmannastjórn, lýð- ræði, eru öll runnin undan tungu- TÓtum Grikkja hinna fornu. Sjálfir höfðu þeir túlkað og hugleitt allar þessar tegundir stjórnarfars fræði- lega og búið við þær í reynd. Hið aþenska lýðræði — demokratia — blikaði um aldir á himni villuráf- andi manna og varð þeim bæði draumur og fyrirheit. Því var sem titringur færi um Evrópu þegar þau tíðindi bárust um alla heimsbyggð- ina, að lítt kunnir grískir liðsfor- ingjar og herstjórar hefðu aðfara- nótt 21. apríl 1967 framið stjórnlaga- rof og hrifsað til sín völd í landinu meS samþykki Konstantíns konungs, sem tók eiða af hinum nýju stjórnar- herrum og stýrði ráðuneytisfundi þeirra. Grikkland var og er aðildar- ríki Atlanzhafsbandalagsins, en sam- kvæmt yfirlýsingum þessa vígreifa bræðralags er því ætlað að tryggja meginreglur lýðræðisins og styrkja frjálsar stofnanir einstakra ríkja þess. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.