Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar þurfa að eiga skifti við annan mann. Eg vil vera einn“ (bls. 178). Hann hlustar á ána renna hjá, og fuglinn sem tístir á garðstaurnum segir hon- um nóg. „Sá sem heyrir ána renna hefur lítið uppúr að hlusta á ykkur“ (bls. 180). Ekki fær heldur sú ósk prestsins mikinn hljómgrunn að vekja hjá Knúti „þó ekki væri nema lítinn samúðarvott fyrir sannri kenníngu“. Svarið er: „Þegar ég var úngur lá ég í bókum. Ég hef trúað sjö kenníngum. Staðreyndirnar drápu þær allar í sömu röð og ég aðhyltist þær. Nú kemur þú með þá átlundu. Staðreyndir afsanna allar kenníng- ar. Mikil ósköp leiðist mér tal í fólki“ (bls. 181). Sá gamli trúir „á heim- inn að frádregnum kenníngum og hananú“ (bls. 182). Það er í þessum síðari tilsvörum sem hliðstæðan við afneitun höfund- ar á öllum kenningum kemur greini- legast fram. En að öðru leyti er ekki rétt að gera of mikið úr þeirri hlið- stæðu. Hjá Knúti leiðir efahyggjan með fáránlegum afleiðingum til al- gerrar afneitunar alls mannlegs sam- félags. Samkvæmt því sem Halldór hefur látið í ljós í samtali (í septem- ber 1966), þá hefur hann reyndar skapað harðhnútinn í sögunni í nieð- vitaðri andstöðu við hina stöðugu kvörtun nútímabókmennta yfir ein- manakennd mannsins og sambands- leysi. Engin ástæða er til að draga þessi ummæli í efa. í Knúti sýnir hann okkur nú mann sem gefur fjand- ann í allt samband við aðra menn og óskar fólki norður og niður. En þessi afstaða hefur ekki í för með sér neina beiska sjálfsaumkun; henni er haldið fram með nokkurs konar hvössu, kjarnyrtu skopi sem minnir á forn- sögurnar. Þegar gestirnir þrír eru loks komn- ir á hestbak heldur rislágir og ríða fetið frá bænum, er prestur kallaður aftur inn í kotið. Það kviknar hjá mönnunum von umaðsáþvermóðsku- fulli öldungur hafi nú loks látið sér segjast. En það er öðru nær — það er ekki til að ræða við klerkinn um ódauðlega sál sína sem karlinn hef- ur kvatt hann hinzta sinn á fund sinn, heldur til að biðja hann að annast likina sína — „svo liún færi ekki á flækíng þegar liann væri dauður“ (bls. 189). Þessi umhyggja fyrir hundinum verður helzt til þess að skerpa mannhatrið. Eitt hið athyglisverðasta við þessa sögu er ef til vill að höfundi hefur lekizt að því er virðist fyrirhafnar- laust að ljá fáránlegri lífsskoðun svo alþýðlega raunsæjan og óviðjafnan- lega íslenzkan svip. Aðra af hinum sjö sögum bókar- innar mætti kalla andstöðu frásög- unnar um Knút, söguna Kórvillu á Vestfjörðum. I sainbandi við efni þessarar greinar er hún sérstaklega 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.