Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar
Það er nefnilega svoleiðis, segir Olafur bóndi, að það er sjúkhallt heima
hjá mér svo eiginlega þyrfti ég að skjótast eftir lækni í dag.
Er það nú konan rétt einusinni enn? spyr Lýður.
Nei, það eru börnin. Einhver slæmska í þeim. Hvernig gengur selveiðin?
Já það er slén. Hún gengur vel. Hvað heitir maðurinn.
Hann heitir Skúli.
Skúli já. Skratti gott nafn Skúli. Þvi kemur nú ekki konan með kaffið?
Droll í þessu kvenfólki. Lurðuskratti eins og vant er já. Skussaraslén mesta.
Þarna kemur konan með kaffið. Jú, ætli það verði ekki einhver ráð með að
dóla honum til lands. Fáið ykkur drengir.
Þegar kaffidrykkjunni lýkur kyssast hændurnir enn, lengi og fast.
Það er gúlpskratti vestan, segir Lýður. Guð fylgi þér Ólafur.
Ljúft er undanhaldið. Báturinn er mjúkur á siglingunni í strekkingsleiði til
lands. Lýður situr við stýri. Skúli verkfræðingur á austurrúmsþóftunni, reykj-
andi pípu, horfandi útá sjóinn, þögull. Hann er maður lágur vexti, þrekinn
með loðnar augnabrúnir, fyrirmannlegur. Geiri situr á mastursþóftunni kul-
horðs og raular rímu.
Þú ert verkfræðingur eða eitthvað svoleiðis, segir bóndi og skotrar augun-
um til Skúla dálítið tvílráður í andlitinu, eins og hann sé vokins þess hvernig
hinn framandlegi lærdómsmaður að sunnan muni taka ávarpi óupplýsts bónda
í vondum klæðum hér fyrir vestan. Að vísu er hann ekki óvanur að flytja
menn svipaðrar gerðar uppyfir þenna flóa, og hann hefur talað við þá alla
eins og jafningja sína, og þeir hafa allir reynzt mjög blátt áfram og alltillegir.
Þó er hann stöðugt eins og í vörn í togsokkaklæddu og kúskinnsskóuðu ríki
sínu gegn innrás fínt klæddra og menntaðra manna sunnan af landi. Hann
var, með öðrum orðum, dálítið feiminn.
Svo á það að heita, svarar verkfræðingurinn, tekur framúr sér pípuna og
ropar eins og saddur kálfur.
Þetta heimalega andsvar orkar þannig á bóndann, að eiginlega finnst hon-
um að til hans sé kominn gamall kunningi sem hann sé húinn að gleyma hvað
heitir en hafi beðið eftir í ótalin ár. Og hann heldur áfram spjallinu: Er
það nú víða sem á að byggja bryggjur hér vestanlands í sumar?
Verkfræðingurinn nefnir einhverja staði.
Það er mikið hvað þessar sveitir geta lagt í kostnað, segir Lýður. Það er
ekki að sjá það sé kreppan.
Þær fá styrk úr Landssjóði, segir verkfræðingurinn.
26