Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 19
Sverrir Kristjánsson
Grikkland í f jötrum
Allar þjóðir jarðar eiga sér goðsög-
ur. Það virðist vera ævaforn þörf
mannanna og standa djúpum rótum
í mennsku sálarlífi að leitast við að
gera sér grein fyrir uppruna sjálfra
sín og upphafi allra hluta. Goðsag-
an var fyrsta viðleitni mannanna að
átta sig á sjálfum sér og þeirri veröld,
sem var þeirra fóstra. í goðsögnunum
reis hugur mannanna hæst til flugs og
skapaði sér kynjaheima, furðulega
að allri gerð, þótt oft megi kenna þar
ættarsvipinn af þeirri jarðnesku til-
veru, sem var þeirra móðurskaut. Að
öðrum þjóðum ólöstuðum hygg ég að
goðsagnaheimur hinna fornu Grikkja
sé litríkastur að fjölbreytni og gædd-
ur mestum töfrum hins æskulega ynd-
isþokka. En af öllum goðsögnum
Grikkja er sagan af Prómeþeifi átak-
anlegust og býr yfir svo stórbrotinni
fegurð, að hún hefur heillað menn
á öllum öldum og orðið stórskáldum
yrkisefni allt fram á vora daga.
Sagan af Prómeþeifi er til í mörg-
um gerðum og nokkuð sundurleit-
um, en hæst rís hún í leikriti Æsky-
losar harmleikaskálds, Prómeþeifur í
fjötrum, er samið var og leikið nærri
fimm öldum fyrir burð vors herra.
Prómeþeifur — sem þýðir hinn for-
vitri — var af ætt Títana. Þeir voru
goðkynjaðar verur, sem drottnuðu í
árdaga yfir allri jörð og uppheimi, en
biðu ósigur fyrir hinum unga Seifi
og guðum hans. Prómeþeifur hafði
verið í liði með hinum nýju guðum.
En þegar Seifur, hinn ungi valdhafi
himins og jarðar, hugðist eyða öllu
mannkyni, snerist Prómeþeifur önd-
verður gegn ætlan hans og sá aumur
á vesölum mönnum. Hann stelur eld-
inum frá hinum eilífu guðum og gef-
ur mönnunum. En hann lætur ekki
þar við sitja. Hann kennir mönnun-
um allar listir og íþróttir, sem hófu
þá yfir dýr merkurinnar: hann kenn-
ir þeim að temja uxa fyrir plóg og
brjóta land til akurs, hann gefur
þeim lífgrös, sem í er mikill læknis-
dómur og hann kennir þeim stafróf-
ið. En mest var sú sök hans, að hann
rændi guðina eldinum, sem varð
upphaf allrar mannlegrar framfarar.
Og fyrir allt þetta lét Seifur taka
Prómeþeif og flytja til Skýþíu. Leik-
rit Æskylosar hefst á því, að tveir
sendiboðar Seifs, Kratos og Bía (en
9