Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 19
Sverrir Kristjánsson Grikkland í f jötrum Allar þjóðir jarðar eiga sér goðsög- ur. Það virðist vera ævaforn þörf mannanna og standa djúpum rótum í mennsku sálarlífi að leitast við að gera sér grein fyrir uppruna sjálfra sín og upphafi allra hluta. Goðsag- an var fyrsta viðleitni mannanna að átta sig á sjálfum sér og þeirri veröld, sem var þeirra fóstra. í goðsögnunum reis hugur mannanna hæst til flugs og skapaði sér kynjaheima, furðulega að allri gerð, þótt oft megi kenna þar ættarsvipinn af þeirri jarðnesku til- veru, sem var þeirra móðurskaut. Að öðrum þjóðum ólöstuðum hygg ég að goðsagnaheimur hinna fornu Grikkja sé litríkastur að fjölbreytni og gædd- ur mestum töfrum hins æskulega ynd- isþokka. En af öllum goðsögnum Grikkja er sagan af Prómeþeifi átak- anlegust og býr yfir svo stórbrotinni fegurð, að hún hefur heillað menn á öllum öldum og orðið stórskáldum yrkisefni allt fram á vora daga. Sagan af Prómeþeifi er til í mörg- um gerðum og nokkuð sundurleit- um, en hæst rís hún í leikriti Æsky- losar harmleikaskálds, Prómeþeifur í fjötrum, er samið var og leikið nærri fimm öldum fyrir burð vors herra. Prómeþeifur — sem þýðir hinn for- vitri — var af ætt Títana. Þeir voru goðkynjaðar verur, sem drottnuðu í árdaga yfir allri jörð og uppheimi, en biðu ósigur fyrir hinum unga Seifi og guðum hans. Prómeþeifur hafði verið í liði með hinum nýju guðum. En þegar Seifur, hinn ungi valdhafi himins og jarðar, hugðist eyða öllu mannkyni, snerist Prómeþeifur önd- verður gegn ætlan hans og sá aumur á vesölum mönnum. Hann stelur eld- inum frá hinum eilífu guðum og gef- ur mönnunum. En hann lætur ekki þar við sitja. Hann kennir mönnun- um allar listir og íþróttir, sem hófu þá yfir dýr merkurinnar: hann kenn- ir þeim að temja uxa fyrir plóg og brjóta land til akurs, hann gefur þeim lífgrös, sem í er mikill læknis- dómur og hann kennir þeim stafróf- ið. En mest var sú sök hans, að hann rændi guðina eldinum, sem varð upphaf allrar mannlegrar framfarar. Og fyrir allt þetta lét Seifur taka Prómeþeif og flytja til Skýþíu. Leik- rit Æskylosar hefst á því, að tveir sendiboðar Seifs, Kratos og Bía (en 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.