Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 91
Halldór Laxncss á krossgötum
möguleika þeirra, af meiri ákefð en
flestir aðrir. Ef hann nú fyrir sína
parta gengur andstreymis eða álítur
sig ganga andstreymis, þá byggist
það á fullkomlega meðvituðum við-
brögðum „nútíma“-manns og skálds
— einnig það er að vera rödd sins
tíma.
Halldór er þannig áhugalaus um
„ídeólógísk“ viðhorf gagnvart leikrit-
um sínum. Aftur á móti virðist hann
hafa tilhneigingu til að líta á þau út
frá hreinræktuðu fagurfræðilegu
sjónarmiði. í sambandi við Stromp-
leikinn lætur hann í ljós undrun sína
yfir að „estetikin“ í leiknum fór fram-
hjá mönnum (bréf til P. H. dags.
5/12 1962):
Eg hélt þó að þeir þrír þríhyrningar sem
ég stilti þar upp kríngum hina altyfir-
gnæfandi hugsjón blekkíngarinnar, og fóm-
ir nútímans fyrir þá hugsjón, hefðu átt að
geta skilist — jafnvel hér heima, þar sem
við erum þó skrambi mikið „út úr fókus“
og lifum, líklega af landfræðilegum ástæð-
um, í dálítið skökku perspektívi ár og síð.
En íslendíngarnir komu aldrei auga á þessa
þrjá þríhyrnínga sem léku þama látlaust
hver við annan (1. þríh: saungmærin, hefð-
arfrúin og miljónerinn. 2. þríh: pakkhús-
eigandinn, nærbuxnasmyglarinn og saung-
prófessorinn, 3. þríh: beatnikinn, líkið í
strompinum og zenbúddhistinn.)
Mönnum þykir ef til vill sem orða-
valið sýni að höfundurinn líti hér
á leikrit sitt sem eins konar abstrakt-
list með línur og fleti í nákvæmri
samstillingu. Þrátt fyrir allt verður
að líta svo á að erfitt sé að uppgötva
mynstur þríhyrninganna þriggja.
Ekki virðast þeir heldur sérstaklega
þýðingarmiklir til skilnings á leik-
ritinu; hugsanlega auka þeir á skerpu
ákveðinna atriða í rás viðburðanna.
En framlag Halldórs til túlkunar á
Strompleiknum gefur að minnsta
kosti ofurlítið í skyn áhuga hans á
formtilraunum og tæknivandamálum
leikhússins. Sem leikritahöfundur
virðist hann sækjast eftir að fylla
flokk framúrstefnumanna.
12
Þessi skýrt mótaða tortryggni
gagnvart rétttrúnaði af sérhverju tagi
er engan veginn einangrað fyrir-
brigði á okkar tímum. Þvert á móti
hefur úr ýmsum áttum mátt greina
tilhneigingar til hugsjónalegs frost-
marks. Þær „ótryggðadeilur“ sem
annað slagið hafa blossað upp meðal
sænskra menntamanna eru af sama
toga. Á skáldskaparsviðinu hefur
meðal annars sagt til sín meira eða
minna ákveðin afneitun þeirrar við-
leitni skálda að koma fram sem boð-
berar sannleika — svo að ekki sé tal-
að um Sannleikann. Af meira af-
skiptaleysi og lítillæti hafa menn
viljað láta sér nægja að vera áhorf-
endur og könnuðir veruleikans. Og
menn hafa leitazt við að hefjast
handa án fyrirfram ákveðinna skoð-
ana, nálgast hlutina vafningalaust og
í grundvallaratriðum. Það hafa skáld
6 TMM
81