Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 81
Lífsskoðun hans og stefna er í ætt við Björn í Brekkukoti og buxnapressar- ann. En þar sem hann er maður orðs- ins og pennans þá tekur hann beinna til orða um hugsjónir sínar er hneigj- ast mjög í átt til taóisma. Þegar í æsku hafði Halldór hrifizt af boðskap taóismans í Tao-te-king (Bókin um veginn), er kom út í íslenzkri þýð- ingu 1921. Þetta er véfréttarkennt rit og skiptist í stuttar klausur sem erfitt er að kom heim við ótvíræða hugsunarfræði. Smám saman hefur Halldór tekið að skilja Bókina um veginn — að því er virðist fyrir áhrif frá rithöfundinum Lin Yu Tang — sem boðskap um efa og afskiptaleysi með eins konar ósnortið samræmi og mannúð að sjónarmiði. Það er eftir- tektarvert að hann hefur hvað eftir annað séð taó líkamnað í mörgu ís- lenzku alþýðufólki. Andi taós svífur einnig yfir vötnunum í lýsingu Björns í Brekkukoti, þar er skírskotað beint til Bókarinnar um veginn (sbr. grein mína Litla bókin um sálina og Hall- dór Laxness, Tímarit Máls og menn- ingar 1962, bls. 119—131). Mörg þeirra spakmæla sem Ibsen Ljósdal stráir kringum sig hafa ótví- ræðan svip af taó, sum eru beinar til- vitnanir úr Bókinni um veginn. Lífs- skoðun hans er bjargföst einhyggja. „Það er aðeins til ein sál, alheims- sálin“ (bls. 21). „Eigum við ekki heima í Tíbet?“ spyr hann. „Það var skrýtið. Ég veit ekki betur en Halldór Laxness á krossgötum allsnægtaborðið sé eitt. Það stendur jafnt í Tíbet sem á íslandi“ (bls. 45). Þessi einhyggja hefur sínar afleið- ingar fyrir mat hlutanna: „Allsnægta- borðið gerir ekki mun á manni og mús“ (bls. 40). Og einhyggja hans er sömuleiðis óbifanleg á sviði sið- fræðinnar: „Það er mín skoðun að heimurinn sé réttur í sjálfu sér og þessvegna sé alt sem í honum gerist fagurt“ (bls. 37). Þessi stefnufasti maður viðurkennir ekki einu sinni að til sé vont veður „aðeins mismun- andi gott veður“ (bls. 12). Hann seg- ist ennfremur aðhyllast „forna speki sem segir, duglaus ríkisstjórn er mikil blessun fyrir þjóðina“ (bls. 51). Hér er með öðrum orðum um að ræða eins konar stjórnleysi, sannfæring um að allar yfirlagðar tilraunir til að hafa áhrif á eigin reglu hlutanna sé frá hinu illa. Ibsen Ljósdal er þess fullviss að allsnægtaborðið sigri „án ideólógíu og própaganda11 (bls. 42). í sama tilsvari gerir hann grein fyrir persónulegri skoðun sinni á þessum fyrirbærum: „Hjá mér þýðir ídeó- lógía sama og trúarbrögð. Própa- ganda er sama oglygasaga eftir minni bók“. Hér gildir með öðrum orð- um, eftir því sem næst verður komizt, að starfa í einhvers konar hugrórri og bjargfastri fullvissu um innri réttsýni og fegurð tilverunnar. Þeg- ar skelfingin hefur dunið yfir og „Franska villan“ verið sprengd í loft upp, birtist Ibsen Ljósdal í rústunum 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.