Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 85
Halldór Laxness á krossgötum Og hér grípur Halldór tækifærið að hnýta í það sem hann kallar skand- ínavíska eftiröpun: Þó texlar af þessu tagi séu nær ólæsileg- ir öðrum en þeim sem eru vandir við hugs- unarhátt mjög fáliðaðs innrahrings í París, þá er þetta vörumerki boðað af sérstökum ginníngarfíflum í útjöðrum bókmenntanna, þarámeðal í Skandínavíu, sem einhverskon- ar alheimsreseft í skáldskap; reyndar líður oft helsti skamt milli þess sem útjaðramenn verða á undan öðrurn til að gángast undir franska einangrunardutlúnga, og venjulega þá sem síst eiga uppá pallborðið í bók- mentalegu forustulandi einsog Frakklandi sjálfu (bls. 72). Ef til vill á Halldór við að rtorrænir skáldsagnahöfundar ættu að líta sjálfum sér nær eftir leiðarlj ósi og fyrirmyndum. Að minnsta kosti víkur hann í þessu sambandi að Snorra Sturlusyni og hans líkum er hann tel- ur hafa náð hátindi epískrar frásagn- ar. Lýsing hans á frásagnarlist þeirra fær sérstaka merkingu ef haft er í huga hvað hann hefur áður sagt um megingalla nútímaskáldsögunnar, huglægnina og veiklyndið gagnvart skoðanakerfum af ýmsu tagi: Það má vel vera að höfundar fornsagn- anna hafi verið lærðir menn og vel gefnir, gott ef ekki heimspekíngar og sálfræðíng- ar. En hafi svo verið þá forðuðust þeir eins- og heitan eldinn að láta bera á því. Þeir segja aldrei einkamál sín í því sem þeir rita, né sýna hvað þeim séu gefnar margar íþróttir. Þó þeir kunni latínu fara þeir með það einsog mannsmorð. Andspænis yrkis- efninu, sem af sökum yfirvættis stærðar sinnar knúði þá til að taka sér penna í hönd, þótti þeim brot á mannasiðum að trana fram í sögunni öðrum íþróttum sjálfra sín en þeirri einni að segja „rétt“ frá. Þeir settu ekki einu sinni niifn sín á hækur er þeir sömdu (bls. 71). Um Heimskringlu Snorra er kom- izt svo að orði annars staðar í sömu grein: „Þrátt fyrir ósnortið látbragð sögumanns í hverju tilviki verður sagan þó aldrei viðskila einhvern blæ af hámentaðri kaldhæðni undir ytra borðinu“ (bls. 69). Það getur virzt sem einmitt þessi blær kaldhæðnis- legrar fjarlægðar sé sá einn vitnis- burður um persónulega nærveru höf- undar sem Halldór telji geta sam- ræmzt epískri frásögn. Annars er eft- irtektarvert hve nijög lýsing hans á frásagnarlist fornsagnanna minnir á klausuna um frásagnarhefð íslenzkr- ar alþýðu í Brekkukotsannál. Það er varla fjarri lagi að ímynda sér að sú frásagnarímynd sem hér vakir fyrir Halldóri, sé einnig eigin fyrirmynd. Þrátt fyrir ýkjur og alhæfingar er líklega mikill sannleiki fólginn í lýs- ingu hans á ákveðnum tilhneigingum ,,nútímaskáldsögunnar“. Allt öðru máli gegnir hvort hægt sé að telja gagnrýni hans með öllu réttmæta. Halldór lítur á skáldsöguna af sjón- arhóli hins hefðbundna skilnings sem epískan skáldskap með djúpar rætur í atburðarás, sem skáldskapar- annál eða ævisögu. En ef menn taka þessa forsendu ekki sem góða og gilda 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.