Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 36
Tímarit Máls og menningar Það er nefnilega svoleiðis, segir Olafur bóndi, að það er sjúkhallt heima hjá mér svo eiginlega þyrfti ég að skjótast eftir lækni í dag. Er það nú konan rétt einusinni enn? spyr Lýður. Nei, það eru börnin. Einhver slæmska í þeim. Hvernig gengur selveiðin? Já það er slén. Hún gengur vel. Hvað heitir maðurinn. Hann heitir Skúli. Skúli já. Skratti gott nafn Skúli. Þvi kemur nú ekki konan með kaffið? Droll í þessu kvenfólki. Lurðuskratti eins og vant er já. Skussaraslén mesta. Þarna kemur konan með kaffið. Jú, ætli það verði ekki einhver ráð með að dóla honum til lands. Fáið ykkur drengir. Þegar kaffidrykkjunni lýkur kyssast hændurnir enn, lengi og fast. Það er gúlpskratti vestan, segir Lýður. Guð fylgi þér Ólafur. Ljúft er undanhaldið. Báturinn er mjúkur á siglingunni í strekkingsleiði til lands. Lýður situr við stýri. Skúli verkfræðingur á austurrúmsþóftunni, reykj- andi pípu, horfandi útá sjóinn, þögull. Hann er maður lágur vexti, þrekinn með loðnar augnabrúnir, fyrirmannlegur. Geiri situr á mastursþóftunni kul- horðs og raular rímu. Þú ert verkfræðingur eða eitthvað svoleiðis, segir bóndi og skotrar augun- um til Skúla dálítið tvílráður í andlitinu, eins og hann sé vokins þess hvernig hinn framandlegi lærdómsmaður að sunnan muni taka ávarpi óupplýsts bónda í vondum klæðum hér fyrir vestan. Að vísu er hann ekki óvanur að flytja menn svipaðrar gerðar uppyfir þenna flóa, og hann hefur talað við þá alla eins og jafningja sína, og þeir hafa allir reynzt mjög blátt áfram og alltillegir. Þó er hann stöðugt eins og í vörn í togsokkaklæddu og kúskinnsskóuðu ríki sínu gegn innrás fínt klæddra og menntaðra manna sunnan af landi. Hann var, með öðrum orðum, dálítið feiminn. Svo á það að heita, svarar verkfræðingurinn, tekur framúr sér pípuna og ropar eins og saddur kálfur. Þetta heimalega andsvar orkar þannig á bóndann, að eiginlega finnst hon- um að til hans sé kominn gamall kunningi sem hann sé húinn að gleyma hvað heitir en hafi beðið eftir í ótalin ár. Og hann heldur áfram spjallinu: Er það nú víða sem á að byggja bryggjur hér vestanlands í sumar? Verkfræðingurinn nefnir einhverja staði. Það er mikið hvað þessar sveitir geta lagt í kostnað, segir Lýður. Það er ekki að sjá það sé kreppan. Þær fá styrk úr Landssjóði, segir verkfræðingurinn. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.