Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 78
Timarit Máls og menningar
við sig. Bilið milli þeirra sjálfra og
„nýja tímans“ virðist stundum ó-
brúanlegt. Hins vegar er einkenni
þeirra umburðarlyndi gagnvart ná-
unganum, alger skortur allrar öfga-
hneigðar — nema kannski þegar þeir
þurfa að verja kreddulausa lífsskoð-
un sína. Hvernig sem á stendur halda
þeir fast við persónulegt sjálfstæði
sitt með óbifanlegri rósemi og án af-
skipta, með því einu að vera sjálfum
sér samkvæmir.
Maður af þessu tagi er Björn gamli
í Brekkukoti, „móðurafi“ söguhetj-
unnar Alfgríms í Brekkukolsannál
(1957). Einkennandi er það sem Alf-
grímur (en frásagan er lögð honum
í munn) hefur að segja um átrúnað
gamla mannsins eftir að hafa áður
lýst hinum vanabundna lestri hans úr
postillunni á sunnudögum:
Mér er eiður sær að' ég heyrði hann
aldrei víkja orði að neinu því sem slóð í
postillunni, né varð ég var við aðrar guð-
ræknisiðkanir af lians hálfu en þennan
sunnudagslestur. Mér hefur ekki heldur
tekist að hafa uppá neinum er þess minnist
að hafa lieyrt Bjöm í Brekkukoti vitna í
kenníngar um guðfræði, siðfræði ellegar
hcimspeki eftir postillunni. Mér er hulið
hvort afi minn tók mark á öHu sem stóð
þarna eða aungu ... Ég held ef satt skal
segja að hann Björn í Brekkukoti afi minn
hefði ekki orðið öðruvísi rnaður í nokkru
þvi sem skiftir máli þó hann hefði lifað
liér á landi í heiðni; ellegar átt heima ein-
hversstaðar þar á jörðunni sem ekki er les-
in postilla, heldur trúað á uxann Apís,
guðinn Ra ellegar fuglinn Kólibrí (Brekku-
kotsannáll, bls. 25).
Þessa klausu má setja í samhand
við athugasemd síðar í bókinni um
þá „rótgrónu skoðun íslendínga að
allir trúaðir menn hljóti að vera geð-
bilaðir“ (bls. 142—143). Þessi fjand-
samlega afstaða gagnvart hástemmd-
um trúarjátningum er með öðrum
orðunt skoðað sent íslenzkt þjóðar-
einkenni. Kannski hafa frásagnir
fornsagna af kristnitöku á Islandi
haft nokkur áhrif á þessa afstöðu, sú
saga fjallar nefnilega fremur um hag-
sýnan þjóðfélagslegan hugsunarhátt
en trúarákefð.
Samfara þessu áhugaleysi — að
minnsta kosti út á við — í trúarefn-
uin er áköf fælni við allt tilfinninga-
tal yfirleitt. „Margskonar tal sem var
í lensku fyrir utan krosshliðið í
Brekkukoti fékk á okkur líkt og geð-
bilun,“ segir Álfgrímur, „orð sem
voru algeing annarsstaðar létu ekki
aðeins ókunnuglega í eyrum okkar,
heldur komu blátt áfram óþægilega
við okkur svipað og klám eða annað
blygðunarlaust geip“:
Til dæmis ef einhver notaði í mæltu máli
orðið kærleik, þá fanst okkur það einsog
einhverskonar léttúðug, óviðeigandi eða ó-
tímabær tilvitnun í postilluna ... Mér er
eiður sær að í mímim uppvexti heyrði ég
ekki orðið hamíngju nema í munni brjál-
aðrar konu sem komið var fyrir á miðloft-
inu hjá okkur um stundarsakir og ekki er
nefnd í þessari bók; ég rakst ekki á orðið
aftur fyren ég var orðinn stálpaður og far-
inn að sýsla við skólaþýðingar (bls. 65—
66).
Ef drukknir menn eða „ákaflega
68