Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 24
Tímarit Máls og menningar komast fyrir á jafnlitlu svæði annar eins grúi ólíkra tungumála og mállýzkna. Helzt þessara tungna er avarska; á henni eru til bókmenntir frá því á 18du öld. Hún var og landstjórnarmál Samyls, eða Skemils eins og þeir nefna hann í Skírni, fullhuga mikils sem um miðja fyrri öld braut undir sig víðlent ríki fyrir norðan fjall, en varð um síðir að lúta í gras fyrir Rússakeisara. Það væri tilgangslaust að setja hér á langar tölur um öll þessi tungumál: andnesku, botliksku, godobersku, karatínsku, bogvalal, tjamalal, tindí, ak- vöksku, tabassarönsku — þá tungu sem sumir hyggja að guð hafi gætt mestum fallbreytingum sem verða í mannamáli, eitthvað um 50 talsins (og er þó vant að vita hversu telja skal) — lakknesku, dargnesku eða hvað þær nú heita þessar tungur sem hér sveima hjá líkar yndismeyjum Mahómeðs á ódáinsakri. Ég nem staðar aðeins andartak við lítið dargneskt þorp, Kúbatjí. Bæjarmenn hafa frá alda öðli verið orðlagðir víða um lönd fyrir hagleik sinn á silfursmíði og gull; þorpsins er getið í landskipunarfræði Strabons og var þessi iðn þar þá forn í ranni. Sonur nemur að föður og kynslóð að kynslóð, og fullkomnar svo hver ættliður íþróttir fyrri manna. Málvinur minn í Tvílýsi, ættaður úr Kúbatjí, sagði mér að sú umbreyting hefði orðið mest á högum bæjarmanna eftir stjórnarbyltingu bolsvíkinga að nú fóru stúlkurnar einnig að læra silfursmíði. Sunnanvert við Dagestan, í tveimur smáþorpum í Azerbædjan, gengur sú tunga sem nú er einatt nefnd údí eða údneska; á henni hefur í seinni tíð verið sett saman eitthvað af bókum, og eru þeir kynsmenn þó naumast fleiri en eitthvað fjórar þúsundir að tölu. Það er sumra manna hyggja að údneska eigi ætt sína að rekja til albönsku, tungu sem víða gekk fyrir sunnan og austan Kákasusfjöll á fornöldum (og má ekki villast á henni og þeirri tungu á Balkanskaga sem eins er stundum nefnd). Á albönsku virðast hafa verið til æðimiklar bókmenntir í kristnum sið, en allt hefur það nú glutrazt fyrir löngu, nema hvað stafrofið er varðveitt í fornu handriti ermsku. Mikið vildi maður nú leggja í sölurnar, ekki hvað sízt eitthvað af öllum þessum grísku bókmenntum, eins og t. a. m. einn eða tvo sorgarleiki eða þvaðrið í Platon, og eignast svo í staðinn þó ekki væri nema nokkrar heilagra manna sögur eða slitringur úr sekvensíubók á fornri albönsku. Og nú vendum vér aftur heim í Kolkisland, í lund þann hjá Þórshofi þar sem vér skildum fyrir stundu við Medeu konungsdóttur og gullreyfið góða, sem vér erum þess vegna hingað komnir. ESa má ég ekki heldur segja skinn, 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.