Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 26
Tímarit Máls og menningar trúar. Kristniboðarnir virðast í fyrstu hafa komið frá Sýrlandi og lagt leið sína um Ermland; áhrif sýrlenzku kirkjunnar hafa þá verið mikil, og elztu bókum hefur augsýnilega verið snúið á georgisku úr sýrlenzku máli (eða farið eftir ermskum bókum sem áður hafði verið snúið úr sýrlenzku á það mál). Fyrir daga kristnitökunnar hafa landsmenn líklega hnigið að persnesk- um sið, einkanlega austanvert í landinu, og trúað á Ahúru Mözdu og þau goð, og eldu þessir siðir lengi síðan grátt silfur; enn í dag lifir margt eftir af Mazdatrú fyrri tíða hjá alþýðu, ekki hvað sízt hjá fjallabændum austan- lands, í kynlegu samblandi við æfaforna þjóðlega heiðni. Hið fyrsta letur Georgíumanna er vanalega eignað Mesrop, ermskum klerki, þeim hinum sama er einnig samdi letur löndum sínum og svo Olbunum. Hvað sem líður sjálfum höfundinum, þá eru bæði stafrof, hið ermska og hið georgiska, af sama toga spunnin, og virðist einsætt að farið hafi verið eftir grískri fyrirmynd við samningu þeirra, a. m. k. að nokkru leyti; hvor- tveggja letrin hafa t. a. m: sérstaka raddarstafi. Elztur texti sem nú er til á georgisku máli er leturtafla, fundin skammt frá Betlehem á Gyðingalandi; hún mun vera skrifuð eitthvað 430 árum e. Kr. b. Önnur tafla er til í kirkju í Bolnísí, bæ austanlands í Georgíu, og er frá því um 480; hún er elzt ritað mál georgiskt sem fundizt hefur í landinu sj álfu hingað til. Töflur þessar eru báðar skrifaðar bjúgu prestaletri sem svo er nefnt (mrglovaní chútsúrí), og er það haft á bókum allt fram á lltu öld; frá því er runnið strent letur (núschúrí), en það hefur smátt og smátt breyzt í skáletur það sem nú má sjá á prentuðum bókum og riddaraskrift nefnist (mchedrúlí). Píningarvætti Súsönnu drottningar er ívið yngra en þessar töflur tvær. Súsanna þessi (Súsaník, það er liljan smá) var ermsk höfðingjadóttir af ætt Mamíkoníana, kristin kona; hún var gift georgiskum öldurmanni sem Var- sken hét. Hann lét turnast til Mazdatrúar á Persalandi, og fekk það konu hans svo mikils angurs að hún brá við hann hjúskaparfari. Og er hvorki tjáðu blíðmæli né hótanir, var henni varpað í dýflissu, og þar sat hún sex ár við miklar pínslir og harmkvæli, unz hún andaðist; mun það hafa verið árið 475. Og með því að sagan er sögð af skriftaföður drottningar, Jakobi Tsúrtavelí, er hún varla til orðin miklu síðar en þessir atburðir gerðust. Sagan er stutt og lýsir látlausum orðum og einkar fróðlega siðum þeirra tíða, svo að enn má vel lesa hana sér til hugarhægðar. Hún er nú til í enskri út- leggingu Davids Langs, í bók hans Lives and legends of the Georgian saints (1956). 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.