Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 27
Hjalað við Medeu
Orðfæri Jakobs Tsúrtavelís bendir fremur til þess að hann hafi ekki fyrstur
manna sett saman bækur á georgisku máli; einnig virðist mega ráða af sögu
hans að til hafi verið um daga Súsönnu drottningar einhver reytingur af
innlenzkum guðsorðabókum; en allt mun það nú vera farið forgörðum fyrir
löngu.
Biflíuútleggingar Georgíumanna á miðöldum eru eitt af erfiðustu verk-
efnum þarlendra málfræðinga; gerðir útlegginganna eru margar og samband
þeirra sín á milli flókið mál. Einsætt er að guðspj öllunum hefur í fyrstu verið
snúið úr ermsku, það sést af stíl og orðafari textanna og ýmisháttar mis-
skilningi sem hlýtur að stafa frá rangri skýringu á ermsku frumriti. Smátt
og smátt, þegar áhrif Grikkja urðu meiri í landinu, var bæði guðspjöllunum
og öðrum bálkum Biflíunnar breytt svo að hún stæði betur heima við þann
gríska texta sem þá var í gildi hjá býzönsku kirkjunni; um 1000 er þessi
breyting nokkurn veginn komin í kring, og riðu endahnútinn á verkið georg-
iskir munkar á Aþusfjalli. Biflían var prentuð í heilu lagi í Moskvu árið
1743, og er þar farið eftir texta Aþusmunka að mestu leyti, nema hvað
nokkrum bókum Gamla testamentisins hefur verið snarað á nýjaleik og nú
úr rússnesku. Þessi útgáfa hefur síðan verið prentuð upp mörgum sinnum
og er einlægt höfð við guðsþjónustugjörðir; eintak það sem hér liggur nú
fyrir framan mig er prentað í Tvílýsi árið 1963.
Svo sem við er að búast á þeim tímum sem hér er um rætt, hlutu kirkju-
vald og kennimenn að hafa hönd í bagga með öllum meiraháttar bókmenntum
og hvers konar andlegri iðju. Veraldleg vísindi eru varla til sem um muni;
skemmtunarsögur og kveðskapur alþýðunnar þykir ekki dýru bókfellinu sam-
boðinn, þó margt minnið slæðist að vísu með í heilagra manna sögurnar.
Vér guðleysingjar og efnishyggjumenn sem nú lifum höfum víst heldur horn
í síðu þessara bókmennta og könnumst ófúslega við að þær sé mikillar eftir-
tektar maklegar; allra sízt hvarflar oss í hug að lesa þær oss til dægrastytt-
ingar. En erum vér nú rétt til komnir, þegar öllu er á botninn hvolft, að setja
oss svo upp yfir menntunarástand og verk fyrri manna? Og er endilega víst
að skáldskapur saminn af áblæstri Apollons og Díonýsusar sé merkilegri eða
gimilegri, hvort heldur er til skemmtunar eða lærdómsdrýginda, en sá sem
þeir hafa lagt í brjóst skáldum sínum Ahúra Mazda, Mahómeð og Jesús
Kristur? Eða er guðleysið sannara en guð; eða öfugt? Auk þess stafar þessi
fyrirlitning fyrir kristilegum bókmenntum oftast nær af fávísi; margar heil-
agra manna sögur eru hreinustu snilldarverk, svo ég minnist ekki á sálma
og hómilíubækur, og þurfa norrænir menn ekki að leita langt yfir skammt
2 TMM
17