Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Síða 72
Tímarit Máls og menningar málinu má oft sleppa, án þess að söguþráðurinn raskist, en sagan verður þá kollóttari fyrir bragðið. Margar sögur eru þó þannig, að sagan og vísan er ein heild, enda er þá sagan oft aðeins umgerð um vísuna. Annað einkenni þjóðsagna og ævintýra er það, að í þeim verður að vera söguefni; þar verður að vera sagt frá atburði eða atburðafléttu. Þriðja einkenni þjóðsagna og ævintýra er talið, að þau gangi eða hafi gengið í munnmælum, enda oft nefnd munnmælasögur. Þjóðsaga, sem kemst á bók, er auðvitað eins mikil þjóðsaga eftir sem áður, en sögur, sem menn lesa og segja svo, verða ekki að þjóðsögum, fyrr en þær fara að ganga í munnmælum. Margar þjóðsögur og ekki allfá ævintýri eru einmitt upphaf- lega komin úr bókum. Um þetta mætti nefna mörg dæmi víða að úr heim- inum, en þó einkum héðan, þar sem merkar bókmenntir hafa verið í almenn- ingseign öldum saman. Margar þeirra sagna, sem Jón Árnason kallaði við- burðasögur standa í mjög flóknu sambandi við ritaðar heimildir, t. d. Land- námu og íslendingasögur. Stundum er þarna um að ræða viðbætur og skýr- ingar fróðra manna við rituðu heimildirnar, stundum eru efnisatriði lík, og þannig mætti lengi rekja. Sú regla að telja ekki aðrar sögur þjóðsögur en munnmælasögur, nær þó ekki yfir allar sögur, sem tengdar eru þjóðtrúnni og sagðar eru. Fyrst má nefna drauma. Þeir ganga ekki oft í munnmælum, til þess eru þeir víst oftast of einstaklingsbundnir. En á það má benda, að kjarni margra drauma er táknmál, sem varðveitzt hefur í munnmælum. Annar flokkur, sem hefur verið úthýst úr þjóðsagnaflokknum hingað til, eru svokallaðar dulrænar sagnir, sagnir manna, sem hafa séð eitthvað dularfullt. Þær virðast hafa aukizt og margfaldazt síðustu áratugina, en hljóta að hafa verið algengari áður fyrr, meðan menn trúðu almennt á tilvist dularfullra vætta, þó að þær hafi ekki fundið mikla náð fyrir augum safnara áður fyrr. Að efni til eru þessar endur- minningar tengdar ýmsum sagnaflokkum, sem allir hafa orðið sammála um fyrir löngu að kalla þjóðsögur. Sömuleiðis sést, að oft hafa þessar endur- minningar litazt af hinum eldri og sniðfastari munnmælasögum, sem sagðar hafa verið kynslóðum saman. Það styrkir ennfremur tengsl þessara endur- minninga við ótvíræðar þjóðsögur, að oft eru þær sagðar margsinnis, og er líldegt, að þær lagist að smekk áheyrendanna sjálfrátt eða ósjálfrátt við endurtekna frásögn, eins og raunin hefur orðið á með arfsagnirnar, þó að sagnamaðurinn sé alltaf sá sami. Efnislega eru þjóðsögur af ýmsum toga spunnar. Sumir flokkar þeirra eru tengdir þjóðtrú, en til eru margar þjóðsögur, sem ekkert yfimáttúrlegt 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.