Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 67
Sérstaða Jðhanns Jónssonar Eins eiga hinar endurteknu upphafslínur í kvæði eftir Jóhann „Ég man þig“ samsvörun í ljóði Goethes „Ich denke dein“ og enn mætti benda á ýmislegt í kvæðinu „Þei þei og ró“, sem minnir á hið fræga kvæði Goethes Ein Gleiches eða „Uber allen Gipfeln ist Ruh“. En þótt einstökum línum svipi hér saman, er samanburður við ofangreind kvæði öðru fremur til þess fallinn að draga fram sérkenni Jóhanns. Um kvæði Walthers von der Vogelweide er það að segja, að það verður æ ólíkara Söknuði er á líður kvæðið og endar í ádeilu á aldarháttinn í heimsósómastíl, en um ljóð Goethes má geta þess, að það sem í þeim er hliðstætt við línur Jóhanns eru hlutir, sem liggja í eðli ástarljóðs annars vegar og vögguljóðs hins vegar og má finna víða án þess að tilheyra neinum sérstökum. Þannig mætti einnig bera bæði kvæðin saman við hið forna ljóð Alkmans „Sofa jöklatindar" eins og það heitir í þýðingu Gríms Thomsens. En samanburður leiðir vel í ljós mun skáldanna: grunntónninn í kvæðum Goethes er náttúrukennd, í hinu fyrra birtist fjöl- breytni náttúrunnar á ólíkum tímum dagsins, og í hinu síðara er það eining allrar náttúru, frá fjallstindum til mannsins, sem kvöldkyrrðin opinberar. En hjá Jóhanni kveður við allt annan tón: I kvæðinu „Ég man þig“ er aðeins ein árstíð ríkjandi, haustið, og í „Þei þei og ró“ má greina feigðartón, þar sem þögnin og rökkrið umlykja allt, í upphafi og endi ljóðsins, og þessi feigðartónn verður óvenju magnaður í tónlistinni, er vinur Jóhanns, tónskáldið Jón Leifs, gerði við ljóðið. Feigð og endanleiki eru jafnan á næstu grösum í kvæðum Jóhanns, og svo næm er tilfinningin fyrir slíku, að hversdagsleg og sakleysisleg orð eins og „Gott kvöld, hvað er klukkan?" í samnefndu kvæði fá þann þunga sem séu þau dauðadómur. Hið næturlega og dimma í ljóðlist Jóhanns ber raunar meiri keim af þýzkri rómantík en íslenzkum nítjándualdarkveðskap. Þótt Jóhann eigi til að sækja yrkisefni sitt í íslenzkt umhverfi eða þjóðsögur, er það á nokkuð annan hátt en þjóðskálda er vandi, og góðkunningjar úr íslenzku sveitalífi eins og krummi og Faxi verða ekki þáttur átthagalýsingar, heldur persónuleg tákn fyrir almenn öfl og það myrk: krummi er „svartur sorgarfugl“ og þeysireiðin í kvæðinu „Bráðum kemur nóttin“ á litið skylt við hinn hressandi útreiðartúr í Fákum Einars Benediktssonar, því engum dylst, að farskjótinn, Faxi, er dauðinn sjalfur og leiðin hlýtur því að liggja inn í „náttskuggana“. Sama máli gegnir um lýsingu erlends umhverfis, svo sem í kvæðinu Landslag, þar sem „borgin við vatnið“ er ekki nein ákveðin miðevrópsk borg, heldur tákn alls þess sem er týnt, glatað og kemur aldrei aftur. Svo hefur verið sagt, að Jóhann Jónsson sé „eins kvæðis maður“, og kann það 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.