Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 68
Tímarit Máls og menningar að vera að vissu leyti rétt, þótt önnur kvæði Jóhanns standi fyrir sínu, því Söknuður hefur algjöra sérstöðu, og það er eins og skáldið hafi í því kvæði fundið sjálft sig og samtíð sína. Búningi ríms og reglubundinnar hrynjandi er þar sleppt og horfin öll rómantísk sveimhygli og samruni við heiminn, en í stað þess blasir við, í allsgáðri vitund, tilvera einstaklingsins, umbúðalaus og nakin, firrt þeirri dulúð, er hún kunni að sveipa sig áður. Söknuður er i þeim skilningi nútímaljóð, eitt hið fyrsta á íslenzku. En þó Söknuður sé nútímaljóð, jafnt í hugsun sem búningi, stendur hann á fornum grunni að ýmsu leyti. Þar ríkir, þrátt fyrir allt, ekkert háttleysi, heldur hefur Jóhann seilzt aftur til gamals háttar, hins forna tregalags eða elegíuháttar, sem er afbrigði af hætti söguljóða, hexametri eða hetjulagi, og við þekkjum það bezt af kvæðinu Island farsælda frón. Er það raunar vel við hæfi, því spurnar- orðið „hvar“, sem allt kvæðið er, eins og Laxness orðar það, bergmál af, og önnur áþekk hafa kveðið við í elegíum öld frá öld, allt frá því Forn-Grikkir skópu téðan hátt fyrir hálfu þriðja árþúsundi. Með þessu er vitaskuld ekki sagt, að Söknuður sé ortur undir elegíuhætti, því Jóhann beitir hinni fingruðu eða daktýlísku hrynjandi þess háttar mjög svo frjálslega, styttir linurnar og brýtur þær upp, þannig að í rauninni er ekki nema ein regluleg hexameturslína í Söknuði: Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Svo vill til, að eitt merkasta kvæði á þýzku, sem kom út einmitt á Þýzka- landsárum Jóhanns eða 1923, Duineser Elegien eftir Rainer Maria Rilke, er undir sömu sök selt að þessu leyti og því áþekkt Söknuði í formi. Þá vaknar sú spurning, hvort einhver tengsl megi finna milli þessara tveggja kvæða, enda ort við sambærilegar aðstæður og fela í sér uppgjör við líf og dauða. En kvæðin eru að öðru leyti ólík, og má á þeim sjá, að skáldin eru hvort um sig barn síns lands, enda þótt þeir séu samtímamenn — Rilke að vísu tveim áratugum eldri. Rilke hinn austurriski er afsprengur kaþólskrar menningar ættlands síns og á rætur i þýzkri og miðevrópskri heimspekihefð, sem nær aftur til miðalda og einkennist mjög af tilhneigingu til að sjá veruleikann i heildarsýn, þar sem hugvera og hlutvera tvinnast saman, náttúra og andi sameinast og hið einstaka verður liður i heildarsamhengi. Að vísu gætir i Duineser Elegien einhvers konar tilvistar- stefnu, þar sem maðurinn lendir milli tveggja verusviða, annars vegar þess sem er táknað með „englum" og hann nær ekki til og hins vegar þess sem ,,jörðin“ er samheiti fyrir og er hinn skynjanlegi heimur hluta og dýra, sem maðurinn 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.