Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 7
Adrepur
lífsþrepi er neikvæð. Þau eru bara óþekktarormar sem þarf að temja þar til þau
fara að gera gagn. Helst á tamningin ekki að kosta neitt, hvorki tíma né fé.
Hvers vegna er þessi munur á viðhorfum?
Var nokkur hávaði um hagsmuni, þarfir og óskir unglinga í síðustu
kosningahryðju? Gæti það verið af því þeir eru ekki orðnir að atkvæðum? Það
skyldi þó ekki vera?
Afneitum ekki þeirri mynd samfélagsins sem unglingarnir sjá með ferskum
augum sínum. Horfum á hana með þeim. Hlustum á þau. Tölum við þau. Kúg-
um þau ekki til aðlögunar. Tökum þátt í efasemdum þeirra og stöndum með
þeim. Þá er breytinga von.
Svanur Kristjánsson
Heimsósómaskrif og sósíalísk arfleifð
I fyrsta hefti Tímaritsins 1982 var tilkynnt að ákveðið hefði verið að auka
útgáfutíðni þess. Einnig hefur kaupendum TMM farið fjölgandi og skipta nú
orðið nokkrum þúsundum. Utgáfa Tímaritsins stendur því með nokkrum
blóma.
Efni þess er engu að síður heldur einhæft og mjög bundið við bókmenntir og
bókmenntafræði. Þjóðmálaumræða er lítil, ef undan eru skilin erlend málefni,
einkum frásagnir af þjóðfrelsisbaráttu í ýmsum löndum. Greinar um
viðfangsefni íslenskra sósíalista, sem og almennt um hugmyndir og störf
sósíalista fyrr og síðar, eru harla fátíðar. Helst er slíka umfjöllun að finna í
Adrepum, sem birtast í hverju hefti. Oft eru þessi skrif ekki ýkja rismikil og er
þar ekki eingöngu við að sakast hversu þröngar skorður eru settar um lengd
þeirra. Mikið ber á vandlætingarpistlum af ýmsu tagi, sem náðu hámarki í
nýlegri grein Böðvars Guðmundssonar — „A hröðu undanhaldi".
Heimsósómaskrif eru ævaforn. Þau eru eflaust ágæt til síns brúks, en heldur
er hvimleiður og ófrjór sá siður ýmissa sósíalista að snúa geiri sínum fyrst og
síðast hver gegn öðrum, ekki síst ef með fylgja brigsl um svik og undanslátt. Eg
hygg raunar, að slíkar fullyrðingar byggi gjarnan á draumórum um gullna
fortíð, þegar stéttabaráttan var í blóma, hjörtu framvarðarins voru hrein og
málstaðurinn kynngimagnaður.
Hin síðustu ár hefur þannig verið nokkur venja meðal ungra róttæklinga að
miða gullaldarskeið sósíalista á Islandi við Kommúnistaflokkinn en tímasetja
„svikin" við stofnun Sósíalistaflokksins eftir að Kommúnistaflokkurinn var
253