Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 16
Tímarit Máls og menningar
(að lifa er svo tímafrekt), hafði nóg með að skipta mér milli stráksins
sem mér þótti vænt um, skemmtanalífsins og vina minna. Það var
sumar og sól og gaman að djamma.
Oðru hverju voru fundir með „félagsmálakrökkunum“ og foreldr-
ar mínir voru með á flestum. Bæði foreldrum mínum og „félags-
málakrökkunum“ fannst ég vera komin í sama farið, en að á fyrstu
fundunum hefði ég verið samvinnuþýð, opin og hreinskilin. Ástæð-
an var einfaldlega sú að mér fannst ég vera búin að segja þeim allt
sem þau voru að spyrja um, við værum búin að tala um allt. Þessir
fundir voru orðnir fundir af fundunum á undan — spegilmyndir.
Það brá ekki út af vananum, og eftir júlí kom ágústmánuðurinn.
Og í byrjun þess mánaðar var verslunarmannahelgin. Eg lét ekkert
sjá mig heima þá fylliríishelgi en var í rólegheitum með Nonna,
drakk ekkert, reykti lítið og var bara „pínulítið skotin“.
15. ágúst um hádegið kemur annar „félagsmálakrakkinn“ uppí
vinnu til mín og biður mig að koma með sér á fund uppí Kópavog.
Eg féll í gildruna einsog saklaust lamb.
Á fundinum voru Kristján Sigurðsson forstöðumaður, Anna
Magga starfsmaður, báðir „félagsmálakrakkarnir“, foreldrar mínir og
svo auðvitað fórnarlambið.
Mér var tilkynnt kurteislega að ég mætti skreppa heim og ná í
tannburstann minn. Síðan ætti ég að flytjast í húsið sem ég sat í. Eg
leit í kringum mig. Allt svo stórt og kuldalegt. Reyndar hafði ég
ekki persónulega neitt á móti neinum, ekki hressu „félagsmála-
krökkunum“, þessum stóra loðna kalli eða litlu ljóshærðu stelpunni.
Ég var raunar fjúkandi reið út í foreldra mína (svona rétt í augna-
blikinu) yfir því að loka mig inni í barnafangelsi — ég hafði ekki haft
neina hugmynd um þessa stofnun og hélt að það væru rimlar fyrir
gluggunum. Svo skildi ég hvorki upp né niður í því hvað var að ske.
EG AFHVERJU ÉG ÉG í FANGELSL HVAÐ HEF ÉG GERT?
HVAÐA GLÆP HEF ÉG FRAMIÐ? HVAÐ VAR AÐ SKE!
Ég hafði heyrt talað um Breiðuvík, því ég á marga vini og kunn-
ingja sem hafa haft þar viðkomu, en var það ekki eitthvað sem var
búið að leggja niður? ALLAVEGA EKKI ÉG. Þau töluðu — ég
heyrði ekki — ég sá þau ekki — ég heyrði ekki hverju ég svaraði —
ég sá þau ekki — hugurinn var á fleygiferð og hugsanirnar allar í
flækjuhnút. Tár byrjuðu að renna niður kinnar mínar, mér var sama
262