Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 19
Eg + unglingabeimilið
Auðvitað var þessi vika erfið en ég tók henni með óhugnanlegri
ró, hringdi mikið og fékk þó nokkra vini mína í heimsókn, hélt mér
í stöðugu sambandi við hvað væri að gerast í hringekju lífsins. Eg sat
við plastgluggann að bæta fötin mín. Einhver hafði sagt að það væri
hlýtt úti. Sólin skein innum plastrúðurnar og kitlandi löngun til að
láta sólargeislana vefja sig utan um mig fór um líkamann, byrjaði í
tánum og ætlaði að enda í gráti og sjálfsvorkunn.
Tár
Tárin byrja neðst niðri í maganum
magnast upp
alveg uppí háls
festast þar í stórum kekki
nokkur komast alla leið upp
eitt-tvö-þrjú renna niður kinnarnar
mig langar til að standa upp og öskra
grenja og grenja
fleygja mér niður
losa um kökkinn
láta gusuna koma
ég get það ekki
þau festast öll í stóran klump
sem sígur niðrí hjartað
verður þar til æviloka
múraður inní hjartanu
sem með tímanum verður kalt og biturt.
Það var mikil píning þessa dagana að þurfa að sitja inni í sól og
góðu veðri því það hata ég. Eg elska sólina (ég veit að ég er ekki ein
um það) og verð að komast út þegar ég sé hana, annars verð ég
óróleg og finnst ég vera að missa af síðasta sólargeislanum. Mér
fannst vera búið að taka mig úr sambandi, loka mig inni í grárri
líkkistu.
A unglingaheimilinu vinna krakkarnir á sumrin við að dytta að
húsinu og lóðinni, fara á sjóinn, og einstaka krakki vinnur utan
heimilisins. Fyrsta verkefnið mitt var að skrapa hurðir, þegar ég var
komin yfir á „17“, mála herbergið mitt og gera ýmislegt smálegt,
auðvitað með starfsmann mér til aðstoðar, þeir vinna með krökkun-
265