Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Page 21
Eg + unglingaheimilið
vilja ekki búa hjá foreldrum sínum. Nú svo koma líka krakkar inn
útaf afbrotum, drykkju, pilluáti, sniffi o. fl.
Ef mann langaði út var reglan að biðja um „útivistarleyfi". Maður
gat fengið leyfi frá 4 e.h. til 7, en þá átti maður að koma í kvöldmat.
Stöku sinnum var þó hægt að fá undanþágu frá kvöldmatnum en þá
þurfti maður að hafa drjúga ástæðu, að missa af strætó var of gamall
og notaður brandari svo ástæðan varð að vera aðeins ófrumlegri.
Eftir kvöldmat var leyfið til 11. Um helgar fengum við að vera úti til
1, lengur í einstökum undantekningum. Eg hafði pínulitla sérstöðu,
því mér var stundum ekki refsað eins harkalega og öðrum, fékk
oftar undanþágur o. fl. Eg held að fólk hafi treyst mér betur en
sumum krökkunum.
Hverjum vistmanni er skaffaður svokallaður „kontaktmaður", en
það verkefni vinna starfsmennirnir. „Kontaktmanninum" má kannski
líkja við nokkurskonar lögfræðing, hann sér um fjárhald manns,
situr á fundum með foreldrum, svokölluðum „foreldrafundum“, og
sér meira um manns mál en hinir starfsmennirnir.
Kontaktmaðurinn minn hét Allan og mér leist ágætlega á hann,
enda áttum við eftir að verða ágætir vinir. Eg átti erfitt með að ljúga
að honum, svo ég komst ekki upp með neitt án þess að hann kæmist
að því.
Eg er svo lifandi
lokuð inní silfurbúri
hef bara sjálfa mig og músíkkina
berst við að naga ekki rimlana
og fljúga útí himingeiminn
svífa með tónunum
og huganum
út fyrir skrautbúrið
og vera frjáls
ég vil vera frjáls!
Finnst ykkur það eitthvað undarleg náttúra (Ha).
Hvað hafa litlu fuglarnir gert ykkur (spurning til félagsmála-
pakksins, foreldra o. fl.)? Hví þá að loka þá inni?
Gefið þeim fleiri tækifæri til að sýna sig (sýna hvað í þeim býr).
Fyrirgefið þeim, þegar þeir taka vitlaust til flugs
267