Tímarit Máls og menningar - 01.07.1982, Síða 27
Ég + unglingaheimilið
hafa það gott og skemmtilegt, en núna gekk ég með fullan vasann af
pillum, allt „dáns“, og hakkaði í mig þennan viðbjóð afþví mér leið
illa, hrikalega illa. Eg sofnaði auðvitað hér og þar af öllu þessu
„dánsi“, en best fannst mér að éta pillur og drekka vín með, því þá
mundi ég ekki neitt daginn eftir og gat talið mér trú um að fyrst
minnið væri horfið og ég myndi ekki hvað ég hefði gert kvöldið
áður þá hlyti allavega að hafa verið gaman. Það var best að hafa það
þannig.
Þrátt fyrir þetta pilluát stundaði ég vinnuna samviskusamlega,
hefði ég ekki gert það hefði mér fundist ég vera að svíkja báða aðila,
þau þurftu virkilega á mér að halda og mér fannst gott að finna það,
einnig þurfti ég mikið á þeim að halda því okkur þótti mjög vænt
hverju um annað. Vinnan var eini tíminn sem mér leið sæmilega —
ég át aldrei pillur fyrren eftir vinnu. Það var engum nema mér að
kenna þetta pilluát, ég át þær í flest skiptin ein. Skemmtistaðina
stundaði ég með slæmri samvisku.
Til hvers samkunduhús
til að húkka einhvern blindfullan getulausan karlmann
framkvæma tilgangslausar ófullnægjandi samfarir
kannski bara þessa einu nótt
kannski verður þessi eina nótt upphafið að fáránlegu
ástarævintýri
kannski verður þessi ókunni getulausi karlmaður faðir
barnsins þíns
Hver er tilgangurinn með þessum skrípaleik?
Að hverju ertu að leita?
Casanova eða Don Juan
eða bara einhverjum sem er ekki blindfullur og getulaus?
Góður vinur minn sem hefur haft lítið annað að gera síðustu árin en
að sukka og ganga inn og útúr fangelsum komst að þessu pilluáti
mínu, enda var ég ekkert sérstaklega að fela það og svoleiðis hlutir
fara varla framhjá fólki sem hittir mann daglega í allavega ástandi.
Jæjja, þessi maður bað mig um að snarhætta þessu. Eg hló bara að
honum og rak útúr mér tunguna, fannst honum ekkert koma það
við og síst af öllu hafa efni á því að skipta sér af því þar sem hann var
ekkert betri sjálfur.
273